Senda Skessuhorni fréttaskot
Spurning vikunnar
Hver er þinn uppáhalds mánuður
Áskrift að Skessuhorni
Færð á vegum
Vestfirðir Suð-Austurland Vesturland Austurland Norðurland Suð-Vesturland Landið allt Suðurland
25. janúar. 2007 01:11

Umhverfisstofnum fellst ekki á vegagerð við Grunnafjörð

Árni Bragason, forstöðumaður náttúruverndar- og útivistarsviðs Umhverfisstofnunar segir stofnunina leggjast gegn hugmyndum um lagningu vegar um eða við Grunnafjörð. Eins og fram hefur komið í Skessuhorni hefur staðfesting aðalskipulags Skilmannahrepps og Leirár- og Melahrepps, sem nú tilheyra Hvalfjarðarsveit beðið staðfestingar umhverfisráðherra síðan í fyrravor. Í aðalskipulaginu er gert ráð fyrir vegagerð við Grunnafjörð sem styttir leiðina milli Akraness og Borgarness. Grunnafjörður var friðlýstur árið 1994 og er því á náttúruminjaskrá. Þá er svæðið eitt þriggja svæða á Íslandi á skrá Ramsar sáttmálans um endurheimt votlendis.

 

Árni segir að samkvæmt friðlýsingunni megi ekki raska sjávarföllum í firðinum og því geti stofnunin ekki samþykkt lagningu vegar um fjörðinn. Aðspurður hvort eitthvað sé því til fyrirstöðu að leggja brú utan friðlandsins sem ekki hefur áhrif á sjávarföll í firðinum vildi Árni ekki segja til um því slíkar hugmyndir hefðu ekki verið í umræðunni. Hann segir Grunnafjörð mikilvægt svæði fyrir ýmsar fuglategundir og nefnir í því sambandi haförn. Þá sé svæðið mjög mikilvægt svæði fyrir rauðbrysting sem kemur þar við tvær vikur á vori og tvær vikur að hausti. Ramsar sáttmálinn leggi ákveðnar skyldur á herðar aðildarþjóðanna og við þær verði að standa.

 

Þegar landssvæði eru friðlýst ber að setja upp verndaráætlun fyrir svæðið. Það hefur aldrei verið gert hvað Grunnafjörð varðar en Árni segir það rýri ekki friðlýsinguna sem slíka. Hann segir litlu fjármagni varið til þessa málaflokks á landinu og því þurfi að forgangsraða framkvæmdum. Ábúendur við Grunnafjörð hafi í gegnum tíðina fylgst mjög vel með svæðinu og verndað það. Því hafi engin ógn steðjað að náttúru Grunnafjarðar og gerð verndaráætlunar ekki verið talið forgangsverkefni.

 

Gísli S. Einarsson bæjarstjóri á Akranesi, sem lengi hefur bent á nauðsyn vegagerðar við Grunnafjörð, sagði í samtali við Skessuhorn á dögunum að núverandi lega þjóðvegarins austan við Grunnafjörð hefði í för með sér mun meiri hættu fyrir náttúrulíf en nýr vegur utan fjarðarins. Árni segir þessi rök ekki standast skoðun. Öryggi í flutningum, t.d. olíuflutningum, sé það mikið í dag að ekki sé nokkur ástæða til þess að breyta legu þjóðvegarins af því tilefni.

 

Umhverfisstofnun hefur lagt að Skipulagsstofnun að hafna aðalskipulagi Skilmannahrepps og Leirár- og Melahrepps. Einar Örn Thorlacius sveitarstjóri hefur óskað eftir rökstuðningi frá Umhverfisstofnun vegna þess. Svör hafa ekki borist. Árni segir að innan stofnunarinnar sé unnið að svari við fyrirspurn sveitarstjórans og því verði lokið á næstu dögum.

Sjónvarp Skessuhorns
Leit á vefnum
Fréttasafn
Næsta ár Fyrra ár
Mest lesið í vikunni
Aðsendar greinar
Hulda Hrönn Sigurðardóttir

Þjónusta við einstaklinga með ...

Ásmundur Einar Daðason

Ljósleiðari á hvert heimili

Bjarni Jónsson

Landsnet verði í samfélagseigu

Ólafur Óskarsson

Betri byggð, öruggari umferð

Lilja Rafney Magnúsdóttir

Spilavíti eru „Víti til varnað...

Frá mbl.is

Ekki tókst að sækja efni

Frá visir.is

Ekki tókst að sækja efni

Héðan og þaðan
Skessuhorn á Facebook Skessuhorn á LinkedIn Skessuhorn á Twitter Skessuhorn á Instagram Skessuhorn ehf. kt. 560103-3870 - Kirkjubraut 56, 300 Akranes - Sími 433 5500 - Ritstjórn skessuhorn@skessuhorn.is