Senda Skessuhorni fréttaskot
Spurning vikunnar
Hver er þinn uppáhalds mánuður
Áskrift að Skessuhorni
Færð á vegum
Vestfirðir Suð-Austurland Vesturland Austurland Norðurland Suð-Vesturland Landið allt Suðurland
25. janúar. 2007 02:28

Aðstæður karla og kvenna í dreifbýli kannaðar

Nýverið voru sendir spurningalistar um starfs- og félagsleg skilyrði karla og kvenna í dreifbýli á Íslandi inn á rúmlega tvö þúsund heimili í dreifbýli. Það er jafnréttisnefnd Bændasamtaka Íslands sem stendur könnun þessari í samvinnu við Rannsóknar- og þróunarmiðstöð Háskólans á Akureyri. Tilefni rannsóknarinnar eru þær miklu þjóðfélagslegar breytingar sem átt hafa sér stað á síðustu áratugum. Breytingar, sem hafa einkennst af auknum búferlaflutningum, jafnt milli landshluta, sveitarfélaga og landa. Þessar þjóðfélagslegu breytingar hafa haft veruleg áhrif á lífskjör og breyttar fjölskylduaðstæður sem og atvinnuhætti og menntun landans.

Störfum í svokölluðum frumvinnslugreinum (landbúnaði og sjávarútvegi) hefur fækkað mikið í kjölfar aukinnar tæknivæðingar. Þessar greinar hafa verið undirstaða atvinnulífs á landsbyggðinni síðustu áratugi. Einnig hafa verulegar breytingar átt sér stað í landbúnaði vegna söluheimilda framleiðslurétta bæði í mjólkurframleiðslu og sauðfjárrækt.

„Það á að vinna úr þessu og skoða og athuga hvort munur sé á aðstæðum karla og kvenna og einnig milli svæða. Hugsunin hjá jafnréttisnefnd er að grípa inn í á svæðum ef skilyrði eru slæm og þrýsta á stuðning eða aðgerðir,“ segir Hjördís Sigursteinsdóttir, sérfræðingur hjá Rannsóknar- og þróunarmiðstöð Háskólans á Akureyri. Hjördís hvetur fólk til að svara spurningalistanum og senda inn eða senda svör sín rafrænt á slóðina www.unak.is/kannanir

 

„Við höfum hugsað okkur að nota niðurstöður könnunarinnar sem mest en fyrst og fremst vonumst við til að fá góða svörun. Það verður spennandi að sjá niðurstöður og við bregðumst við með tilteknum ráðum eftir því hvernig þær verða,“ segir Sigrún Ásta Bjarnadóttir í jafnréttisnefnd BÍ.

 

Frétt af: www.bondi.is

Sjónvarp Skessuhorns
Leit á vefnum
Fréttasafn
Næsta ár Fyrra ár
Mest lesið í vikunni
Aðsendar greinar
Hulda Hrönn Sigurðardóttir

Þjónusta við einstaklinga með ...

Ásmundur Einar Daðason

Ljósleiðari á hvert heimili

Bjarni Jónsson

Landsnet verði í samfélagseigu

Ólafur Óskarsson

Betri byggð, öruggari umferð

Lilja Rafney Magnúsdóttir

Spilavíti eru „Víti til varnað...

Frá mbl.is

Ekki tókst að sækja efni

Frá visir.is

Ekki tókst að sækja efni

Skessuhorn á Facebook Skessuhorn á LinkedIn Skessuhorn á Twitter Skessuhorn á Instagram Skessuhorn ehf. kt. 560103-3870 - Kirkjubraut 56, 300 Akranes - Sími 433 5500 - Ritstjórn skessuhorn@skessuhorn.is