Senda Skessuhorni fréttaskot
Spurning vikunnar
Hver er þinn uppáhalds mánuður
Áskrift að Skessuhorni
Færð á vegum
Vestfirðir Suð-Austurland Vesturland Austurland Norðurland Suð-Vesturland Landið allt Suðurland
26. janúar. 2007 06:34

Helgi Dan opnar ljósmyndasýningu

Helgi Daníelsson hefur opnað ljósmyndasýningu í Bókasafni Akraness. Á sýningunni eru 28 ljósmyndir sem allar voru teknar á síðasta ári. Viðfangsefni Helga er óvenjulegt, en í raun hversdagslegt, að þessu sinni því allar myndirnar eru af legsteinum í kirkjugarðinum að Görðum. Helgi segir hugmyndina að sýningunni hafa kviknað þegar hann gekk um garðinn síðastliðið sumar. Viðfangsefnið sé vissulega óvenjulegt en engu að síður hluta af daglegu lífi því fyrir öllum liggi að deyja. Ekki megi heldur skilja val hans á viðfangsefni nú sem svo að hann telji sinn tíma kominn. Þvert á móti.

 

Listamaðurinn segir enga reglu hafa ráðið því hvaða legsteinar urðu fyrir valinu sem myndefni. Nær sé að tala um tilviljun í því efni. Hann segist þó vera kominn á þann aldur að flesta þeirra hafi hann þekkt undir legsteinum þeim liggja sem á myndunum eru.

 

Helgi hefur um áratugaskeið verið mikilvirkur ljósmyndari og myndverk hans og Friðþjófs sonar hans lögðu að hluta grunn að Ljósmyndasafni Akraness. Helgi segir ljósmyndaáhugann viðvarandi og sýningin nú sé fyrsta af þremur sem hann hefur í hyggju að halda á þessu ári.

 

Sýningin verður opin út febrúar.

Sjónvarp Skessuhorns
Leit á vefnum
Fréttasafn
Næsta ár Fyrra ár
Mest lesið í vikunni
Aðsendar greinar
Hulda Hrönn Sigurðardóttir

Þjónusta við einstaklinga með ...

Ásmundur Einar Daðason

Ljósleiðari á hvert heimili

Bjarni Jónsson

Landsnet verði í samfélagseigu

Ólafur Óskarsson

Betri byggð, öruggari umferð

Lilja Rafney Magnúsdóttir

Spilavíti eru „Víti til varnað...

Frá mbl.is

Ekki tókst að sækja efni

Frá visir.is

Ekki tókst að sækja efni

Héðan og þaðan
Skessuhorn á Facebook Skessuhorn á LinkedIn Skessuhorn á Twitter Skessuhorn á Instagram Skessuhorn ehf. kt. 560103-3870 - Kirkjubraut 56, 300 Akranes - Sími 433 5500 - Ritstjórn skessuhorn@skessuhorn.is