Senda Skessuhorni fréttaskot
Spurning vikunnar
Hver er þinn uppáhalds mánuður
Áskrift að Skessuhorni
Færð á vegum
Vestfirðir Suð-Austurland Vesturland Austurland Norðurland Suð-Vesturland Landið allt Suðurland
26. janúar. 2007 02:52

Nýr sauðfjársamningur frágenginn

Ríkisstjórnin og Bændasamtök Íslands undirrituðu í gær nýjan samning um starfsskilyrði sauðfjárræktarinnar. Samingurinn er undirritaður með fyrirvara um samþykki Alþingis, en hann gildir í 6 ár frá 1. janúar 2008 til 31. desember 2013 verði hann samþykktur á Alþingi. Markmið samningsins eru að efla sauðfjárrækt sem atvinnugrein og bæta afkomu sauðfjárbænda, að stuðla að nýliðun í hópi sauðfjárbænda og styrkja búsetu í dreifbýli. Þá er samningnum ætlað að stuðla að framþróun í sauðfjárrækt, örva markaðsvitund bænda og afurðastöðva og ýta undir að sauðfjárrækt sé stunduð í samræmi við umhverfisvernd, landkosti og sjálfbæra landnýtingu.

 

Í samningnum er meðal annars ákvæði um að framlög ríkisins hækka um 300 milljónir kr. og nema þannig 3.348 millj. kr á fyrsta ári samningsins. Framlögin lækka síðan í áföngum á samningstímanum um nær 1% á ári að raunvirði. Samningurinn er nokkuð einfaldaður frá núgildandi samningi. Greiðsluleiðum til bænda er fækkað, jöfnunargreiðslum er breytt í beingreiðslur auk þess að undanþága frá útflutningsskyldu er felld niður í áföngum. Útflutningsskylda fellur svo niður frá og með framleiðsluárinu 2009. Nýmæli í samningnum er sérstakt ákvæði um veitingu fjármuna til að efla nýliðun í stétt sauðfjárbænda. Þá eru framlög til gæðastýrðrar sauðfjárframleiðslu aukin og verða hærra hlutfall af greiðslum til bænda af samningsfé en samkvæmt núgildandi samningi.

 

Bændur sem eru orðnir 64 ára eiga nú kost á að gera samning um búskaparlok án þess að tapa rétti til beingreiðslna. Frá núgildandi samningi ríkisins við bændur er ekki breytt greiðslum vegna ullarframleiðslu og ákvæði um aðilaskipti að greiðslumarki eru óbreytt.

 

Á myndinni er Guðni Ágústsson landbúnaðarráðherra og Jóhannes Sigfússon, formaður Landssambands sauðfjárbænda að undirrita samninginn. Ljósm. bondi.is

Sjónvarp Skessuhorns
Leit á vefnum
Fréttasafn
Næsta ár Fyrra ár
Mest lesið í vikunni
Aðsendar greinar
Hulda Hrönn Sigurðardóttir

Þjónusta við einstaklinga með ...

Ásmundur Einar Daðason

Ljósleiðari á hvert heimili

Bjarni Jónsson

Landsnet verði í samfélagseigu

Ólafur Óskarsson

Betri byggð, öruggari umferð

Lilja Rafney Magnúsdóttir

Spilavíti eru „Víti til varnað...

Frá mbl.is

Ekki tókst að sækja efni

Frá visir.is

Ekki tókst að sækja efni

Héðan og þaðan
Dalabyggð

Hornabú

Grundarfjarðarbær

ATH! Breyttur tími og dagsetning stofnun Matarklasa

Grundarfjarðarbær

Sorphirða

Grundarfjarðarbær

Aðalskipulag Grundarfjarðar - tillaga

Grundarfjarðarbær

Hunda- og kattahreinsun

Skessuhorn á Facebook Skessuhorn á LinkedIn Skessuhorn á Twitter Skessuhorn á Instagram Skessuhorn ehf. kt. 560103-3870 - Kirkjubraut 56, 300 Akranes - Sími 433 5500 - Ritstjórn skessuhorn@skessuhorn.is