Senda Skessuhorni fréttaskot
Spurning vikunnar
Hver er þinn uppáhalds mánuður
Áskrift að Skessuhorni
Færð á vegum
Vestfirðir Suð-Austurland Vesturland Austurland Norðurland Suð-Vesturland Landið allt Suðurland
27. janúar. 2007 05:54

Nokkrir ófriðarseggir mega ekki eyðileggja fyrir heildinni

Þrír ungir menn gistu fangageymslur lögreglunnar á Akranesi í nótt eftir róstursaman dansleik í Fjölbrautaskólanum í gærkvöldi. Mennirnir, sem eru 18 ára að aldri, voru gestkomandi á staðnum og eru ekki nemendur skólans. Unnu þeir talsvert eignatjón á skólanum, brutu 7 rúður og skemmdu auk þess bíl í nágrenninu. Tveir mannanna viðurkenndu við yfirheyrslur í morgun aðild að málinu og telst það upplýst, að sögn Jóhönnu Heiðar Gestsdóttur, varðstjóra hjá lögreglunni. Þriðji pilturinn sem gisti fangageymslur í nótt viðurkenndi óspektir við skólann en hann var ofurölvi. Almennt var nóttin erilsöm hjá lögreglu að sögn Jóhönnu Heiðar.

  

“Skólayfirvöld, lögregla, fulltrúar nemenda, gæsluaðilar og forvarnafulltrúinn á Akranesi funduðu í dag í kjölfar þessara óláta í gærkvöldi og nótt í tengslum við skólaballið. Það lá í loftinu að skerpa þurfti á reglum varðandi skóladansleiki og áfengisnotkun unglinga almennt. Í raun voru þessir atburðir í gær dropinn sem fyllti mælirinn og það er ljóst að allir aðilar verða að stilla saman strengi sína til að áframhald geti orðið á skóladansleikjahaldi. Allir sem funduðu í dag voru sammála um að hugarfarsbreyting þurfi nú að eiga sér stað til að ástandið eigi að batna,” sagði Jóhanna Heiður Gestsdóttir í samtali við Skessuhorn.

“Unga fólkið hér í bænum og nemendur fjölbrautaskólans sérstaklega eru að vonum slegnir yfir þessum atburðum og finnst að nokkrir svartir sauðir sem standa fyrir uppþotum af þessu tagi eigi ekki að komast upp með að sýna nemendum skólans og samfélaginu öllu fullkomið virðingarleysi af þessu tagi. Við ætlum að setja okkur markmið um hvernig bæta megi ástandið en það er ljóst að dansleikir í skólanum verða ekki framvegis nema að tryggt sé að gestir séu edrú. 99% nemenda vilja geta skemmt sér á eðlilegum forsendum á skólaböllum án þess að eiga það á hættu að nokkrir ófriðarseggir komist upp með að eyðileggja fyrir heildinni með ölvun og óspektum,” sagði Jóhanna Heiður að lokum.

 

Sjónvarp Skessuhorns
Leit á vefnum
Fréttasafn
Næsta ár Fyrra ár
Mest lesið í vikunni
Aðsendar greinar
Hulda Hrönn Sigurðardóttir

Þjónusta við einstaklinga með ...

Ásmundur Einar Daðason

Ljósleiðari á hvert heimili

Bjarni Jónsson

Landsnet verði í samfélagseigu

Ólafur Óskarsson

Betri byggð, öruggari umferð

Lilja Rafney Magnúsdóttir

Spilavíti eru „Víti til varnað...

Frá mbl.is

Ekki tókst að sækja efni

Frá visir.is

Ekki tókst að sækja efni

Skessuhorn á Facebook Skessuhorn á LinkedIn Skessuhorn á Twitter Skessuhorn á Instagram Skessuhorn ehf. kt. 560103-3870 - Kirkjubraut 56, 300 Akranes - Sími 433 5500 - Ritstjórn skessuhorn@skessuhorn.is