Senda Skessuhorni fréttaskot
Spurning vikunnar
Hver er þinn uppáhalds mánuður
Áskrift að Skessuhorni
Færð á vegum
Vestfirðir Suð-Austurland Vesturland Austurland Norðurland Suð-Vesturland Landið allt Suðurland
28. janúar. 2007 01:44

Fékk m.a. hægfara ökutæki og punkta í ökuferilsskránna að gjöf

Síðastliðinn föstudag varð Gísli Einarsson, fréttamaður, kúnstner og fyrrum ritstjóri Skessuhorns fertugur. Af því tilefni bauð hann vinum og ættingjum til veislu mikillar og óvenjulegrar í Landsnámssetrinu í Borgarnesi. Forsýndi hann í upphafi leikverk sitt; Mýramanninn, en frumsýning þessarar léttkómedíu var síðan á laugardeginum (sjá leikdóm í Skessuhorni í næstu viku). Mýramanninn tileinkar Gísli foreldrum sínum, þeim Auði og Einari sem eru, sbr. orð hans í leikskrá “hið ágætasta fólk, merkilegt nokk.” Eftir sýninguna var slegið upp veislu með fjölbreyttri dagskrá.

Meðal atriða má nefna að systkini Gísla frumsýndu myndband með tillögu að síðasta þætti Gísla af “Út og suður” þar sem hann ræðir aldurhniginn við sjálfan sig á æskuslóðum í Lundarreykjadal. Með hlutverk Gísla fór Brynjólfur bróðir hans en systur hans fjórar tóku allar virkan þátt í framleiðslu þáttarins, en þær hugsa honum, að sögn, þegjandi þörfina þar sem hann hefur í gegnum tíðina gert ómælt grín að þeim við hin ýmsu tækifæri án þess að þær gætu haldið uppi vörnum.

 

Afmælisbarninu voru færðar ýmsar góðar gjafir. Má þar nefna að vinir Gísla og fyrrum nágrannar færðu honum hluta Lundarreykjadals í formi nýlistaverks þar sem kenndi ýmissa grasa í bókstaflegri merkingu auk sýnishorns af girðingarafrekum Gísla, frægum holum og merktum steinum í vegi þeirra og ýmsu öðru. Vildu nágrannarnir þannig þakka honum trygglyndi við heimahagana og færa fjallið til Múhammeðs þar sem sá síðarnefndi hefði kosið að búsetja sig á Mýrunum. Þá var Gísla færð bifreið að gerðinni Land Rover árgerð 1966 að gjöf með þeim orðum að oft væri það svo að sá eldri hefði vit fyrir þeim yngri, með vísan í að ökutækið væri þeim sérstöku kostum búið að komast alls ekki á þann hraða sem Gísli væri frægastur fyrir að vilja aka á. Allir gestir samkvæmisins færðu síðan afmælisbarninu einn punkt úr ökuferlisskrám sínum og fékk hann þannig yfir 80 nýja punkta í ökuferilsskránna til að grípa til ef á þarf að halda.

 

Eftir ræðuhöld og góðan viðurgjörning var stiginn dans undir öruggri forystu hins trausta vinar; félagsmálaráðherrans og annarra meðlima í hljómsveitinni Upplyftingu.

 

Á myndinni er Gísli ásamt Guðrún Huldu eiginkonu sinni og frumburði þeirra Rakel.

Fleiri myndir úr teitinu verða í Skessuhorni í næstu viku.

Sjónvarp Skessuhorns
Leit á vefnum
Fréttasafn
Næsta ár Fyrra ár
Mest lesið í vikunni
Aðsendar greinar
Hulda Hrönn Sigurðardóttir

Þjónusta við einstaklinga með ...

Ásmundur Einar Daðason

Ljósleiðari á hvert heimili

Bjarni Jónsson

Landsnet verði í samfélagseigu

Ólafur Óskarsson

Betri byggð, öruggari umferð

Lilja Rafney Magnúsdóttir

Spilavíti eru „Víti til varnað...

Frá mbl.is

Ekki tókst að sækja efni

Frá visir.is

Ekki tókst að sækja efni

Skessuhorn á Facebook Skessuhorn á LinkedIn Skessuhorn á Twitter Skessuhorn á Instagram Skessuhorn ehf. kt. 560103-3870 - Kirkjubraut 56, 300 Akranes - Sími 433 5500 - Ritstjórn skessuhorn@skessuhorn.is