Senda Skessuhorni fréttaskot
Spurning vikunnar
Hver er þinn uppáhalds mánuður
Áskrift að Skessuhorni
Færð á vegum
Vestfirðir Suð-Austurland Vesturland Austurland Norðurland Suð-Vesturland Landið allt Suðurland
29. janúar. 2007 09:49

Akraneskaupstaður kaupir tvær húseignir við Vesturgötu

Bæjarráð Akraness hefur samþykkt að festa kaup á tveimur húsum við Vesturgötu. Annars vegar er það húseignin Vesturgata 25 sem keypt var fyrir 17,5 milljónir króna. Húsið var byggt árið 1932 og bílskúr þess var byggður árið 1971. Húsið er samtals rúmir 313 fermetrar að stærð. Fasteignamat þess er tæpar 31,7 milljónir króna og brunabótamat þess er tæpar 36,2 milljónir króna. Hins vegar er það húseignin Vesturgata 53 sem keypt var fyrir 9 milljónir króna. Það hús var byggt árið 1954 og er tæplega 189 fermetrar að stærð. Fasteignamat þess er tæpar 14,7 milljónir króna og brunabótamat þess 19,9 milljónir króna.

 

Gísli S. Einarsson bæjarstjóri segir í samtali við Skessuhorn að tilgangurinn með kaupunum sé sá að fjarlægja húsin og skapa tækifæri til byggingar nýrra húsa í staðinn og nefnir í því sambandi að með kaupum á Vesturgötu 53 skapist aðgengi að húsinu að Krókatúni 1 sem einnig er í eigu bæjarins. Hugmyndir eru uppi um að það hús víki einnig fyrir nýrri byggingu. Bæjarráð fól sviðsstjóra tækni- og umhverfissviðs ásamt skipulags- og byggingarnefnd að gera tillögu að notkun lóðanna.


Sveinn Kristinsson fulltrúi minnihluta bæjarstjórnar í bæjarráði sat hjá við afgreiðslu málsins. Hann færði til bókar að hann telji eðlilegt að bæjarsjóður kaupi hús í þeim tilgangi að rýma fyrir nýjum. Þar sem ekki liggi fyrir neinar hugmyndir um nýbyggingar á viðkomandi lóðum telji hann rétt að málinu sé frestað á meðan athugun fari fram á því hvort áhugasamir aðilar séu til staðar sem vilji byggja á lóðunum.

Sjónvarp Skessuhorns
Leit á vefnum
Fréttasafn
Næsta ár Fyrra ár
Mest lesið í vikunni
Aðsendar greinar
Hulda Hrönn Sigurðardóttir

Þjónusta við einstaklinga með ...

Ásmundur Einar Daðason

Ljósleiðari á hvert heimili

Bjarni Jónsson

Landsnet verði í samfélagseigu

Ólafur Óskarsson

Betri byggð, öruggari umferð

Lilja Rafney Magnúsdóttir

Spilavíti eru „Víti til varnað...

Frá mbl.is

Ekki tókst að sækja efni

Frá visir.is

Ekki tókst að sækja efni

Skessuhorn á Facebook Skessuhorn á LinkedIn Skessuhorn á Twitter Skessuhorn á Instagram Skessuhorn ehf. kt. 560103-3870 - Kirkjubraut 56, 300 Akranes - Sími 433 5500 - Ritstjórn skessuhorn@skessuhorn.is