Senda Skessuhorni fréttaskot
Spurning vikunnar
Hver er þinn uppáhalds mánuður
Áskrift að Skessuhorni
Færð á vegum
Vestfirðir Suð-Austurland Vesturland Austurland Norðurland Suð-Vesturland Landið allt Suðurland
30. janúar. 2007 07:26

Bæjarstarfsmenn geta valið sér félagsaðild

Bæjarráð Akraness telur að starfsmenn bæjarins hafi frelsi til þess að velja sér aðild að stéttarfélagi. Formaður Verkalýðsfélags Akraness ítrekar fyrri skoðun sína um að fyrrum félögum í Starfsmannafélagi Akraness sé betur borgið í VLFA en í starfsmannafélagi Reykjavíkurborgar því laun þeirra lægstlaunuðu muni lækka samkvæmt þeim samningum. Formaður bæjarráðs Akraness segist einnig hafa upplýsingar um að sú verði raunin. Eins og fram hefur komið í fréttum Skessuhorns óskaði Verkalýðsfélag Akraness (VLFA) eftir því að starfsmönnum bæjarins verði heimilað að ganga í félagið eftir að sameining Starfsmannafélags Akraness og Starfsmannafélags Reykjavíkurborgar varð að veruleika um áramótin. Bæjarráð Akraness hefur frestaði afgreiðslu málsins í lok desember og óskaði eftir áliti lögfræðings á málinu.

 

 

Í bréfi sem Vilhjálmur Birgisson formaður VLFA ritaði bæjaráði á sínum tíma kom fram að hann hefði  verulegar áhyggjur af því að með sameiningu áðurnefndra félaga myndu laun ófaglærðra standa í stað og í sumum tilfellum lækka. Þá kom einnig fram að samanburður sem félagið vann á samningum Reykjavíkurborgar og launanefndar sveitarfélaga að æðstu stjórnendur, millistjórnendur og forstöðumenn „muni hækka um tugi þúsunda á mánuði“ eins og sagði  orðrétt í bréfinu.

Bæjarráð kallaði Vilhjálm til fundar í gær og að honum loknum bókaði ráðið að í gildi sé samningur við Starfsmannafélag Akraness og VLFA við Akraneskaupstað og það sé skilningur ráðsins að einstakir félagar geti valið sér félagsaðild.

 

Í samtali við Skessuhorn segir Vilhjálmur ákvörðun bæjarráðs ánægjulega og því bjóði hann fyrrum félaga í Starfsmannafélagi Akraness velkomna í félagið enda tryggi samningur VLFA og bæjarins þeim sömu kjör áfram ólíkt því sem gerist ef þeir færast á samning Starfsmannafélags Reykjavíkurborgar. „Formaður bæjarráðs upplýsti á fundinum að samkvæmt fyrirliggjandi upplýsingum hennar muni ákveðnir hópar starfsmanna lækka í launum fari þeir á samninga hins sameinaða félags. Það staðfesti því það sem hann hafi haldið fram undanfarið. Við trúum því að fleiri starfsmenn Akraneskaupstaðar vilji ganga í eitt virkasta verkalýðsfélag landsins sem VLFA er að okkar áliti.“

Karen Jónsdóttir formaður bæjarráðs staðfesti í samtali við Skessuhorn að samkvæmt þeim upplýsingum sem hún hefði aflað sér hjá launanefnd sveitarfélaga þá muni ákveðnir hópar ófaglærðra starfsmanna lækka í launum taki þeir laun samkvæmt samningum Starfsamannafélags Reykjavíkurborgar en einnig séu dæmi um millistjórnendur sem hækka muni í launum. Samningur Starfsmannafélags Akraness muni hins vegar áfram gilda til loka samningstímans árið 2008. Eigi að greiða starfsmönnum samkvæmt öðrum samningum þurfi samningsaðilar að samþykkja það. Engin slík ákvörðun hafi verið tekin í bæjarráði.

Sjónvarp Skessuhorns
Leit á vefnum
Fréttasafn
Næsta ár Fyrra ár
Mest lesið í vikunni
Aðsendar greinar
Hulda Hrönn Sigurðardóttir

Þjónusta við einstaklinga með ...

Ásmundur Einar Daðason

Ljósleiðari á hvert heimili

Bjarni Jónsson

Landsnet verði í samfélagseigu

Ólafur Óskarsson

Betri byggð, öruggari umferð

Lilja Rafney Magnúsdóttir

Spilavíti eru „Víti til varnað...

Frá mbl.is

Ekki tókst að sækja efni

Frá visir.is

Ekki tókst að sækja efni

Skessuhorn á Facebook Skessuhorn á LinkedIn Skessuhorn á Twitter Skessuhorn á Instagram Skessuhorn ehf. kt. 560103-3870 - Kirkjubraut 56, 300 Akranes - Sími 433 5500 - Ritstjórn skessuhorn@skessuhorn.is