Senda Skessuhorni fréttaskot
Spurning vikunnar
Hver er þinn uppáhalds mánuður
Áskrift að Skessuhorni
Færð á vegum
Vestfirðir Suð-Austurland Vesturland Austurland Norðurland Suð-Vesturland Landið allt Suðurland
29. janúar. 2007 06:38

TSC eflir þjónustu sína á Snæfellsnesi

TSC ehf. í Grundarfirði hefur eflt netþjónustu sína í Grundarfirði og Ólafsvík og býður notendum sínum nú hraðvirkari tengingar eða allt að 18 Mb/s. Þetta er í fyrsta sinn sem slíkur gagnahraði er í boði á Snæfellsnesi.  Að sögn Magnúsar Soffaniassonar, framkvæmdastjóra var fyrirtækið sett á laggirnar árið 2000 og bauð þá strax upp á háhraðatengingar. “Við fengum hinsvegar aldrei nógu stóran aðgang til að blómstra. Nú gátum við kreist út úr Símanum meira til að ná út á Internetið svo þetta er allt að koma. Við erum mest á fyrirtækjamarkaði og erum að bjóða 15 Mb í hvora átt. Einnig erum við með VGSL fyrir fyrirtækin, sem er enn og betra en ADSL2+.”

Magnús segir fyrirtækið hafa verið að koma sér fyrir bæði í Stykkishólmi og eins á Hellissandi og kvaðst hann vona að sambærileg þjónusta geti orðið þar í boði innan skamms. „En Síminn er erfiður við að eiga,” segir Magnús, „svo og hin fjarskiptafyrirtækin. Það er auðvitað þægilegast að gera bara út á Reykjavíkursvæðið þar sem allur tilkostnaður er mun minni,” segir Magnús. Hann segir fyrirtækið einnig vera að leggja drög að örbylgjusendingum út á Breiðafjörð. „Karlarnir eru flestir komnir með tölvur í bátana. Við höfum verið að byggja upp eigin örbylgju svo vonandi verður það gerlegt,” sagði Magnú Soffaniasson að lokum.

Sjónvarp Skessuhorns
Leit á vefnum
Fréttasafn
Næsta ár Fyrra ár
Mest lesið í vikunni
Aðsendar greinar
Hulda Hrönn Sigurðardóttir

Þjónusta við einstaklinga með ...

Ásmundur Einar Daðason

Ljósleiðari á hvert heimili

Bjarni Jónsson

Landsnet verði í samfélagseigu

Ólafur Óskarsson

Betri byggð, öruggari umferð

Lilja Rafney Magnúsdóttir

Spilavíti eru „Víti til varnað...

Frá mbl.is

Ekki tókst að sækja efni

Frá visir.is

Ekki tókst að sækja efni

Héðan og þaðan
Skessuhorn á Facebook Skessuhorn á LinkedIn Skessuhorn á Twitter Skessuhorn á Instagram Skessuhorn ehf. kt. 560103-3870 - Kirkjubraut 56, 300 Akranes - Sími 433 5500 - Ritstjórn skessuhorn@skessuhorn.is