Senda Skessuhorni fréttaskot
Spurning vikunnar
Hver er þinn uppáhalds mánuður
Áskrift að Skessuhorni
Færð á vegum
Vestfirðir Suð-Austurland Vesturland Austurland Norðurland Suð-Vesturland Landið allt Suðurland
30. janúar. 2007 01:03

Bæði félög þurfa að samþykkja félagaskipti

Gísli S. Einarsson bæjarstjóri Akraneskaupstaðar segir að þrátt fyrir að bæjarráð Akraness líti svo á að einstakir starfsmenn geti valið sér stéttarfélag þurfi samþykki beggja verkalýðsfélaga til vilji menn skipta um félag. Þetta segir hann í kjölfar viðræðna við formann Verkalýðsfélags Akraness í síðustu viku. Í samtali við Skessuhorn að fundi loknum bauð hann alla fyrrum félaga í Starfsmannafélagi Akraness velkomna í félagið en það félag sameinaðist um áramótin Starfsmannafélagi Reykjavíkurborgar.

 

 

Gísli S. segir ljóst að félagafrelsi ríki á Íslandi og því sé bókun bæjarráðs engin tíðindi. Hins vegar þurfi þeir starfsmenn bæjarfélagsins sem skipta vilja um verkalýðsfélag að hafa til þess samþykki beggja félaganna, þ.e. félagsins sem þeir vilja ganga úr og þess félags sem þeir vilja ganga í. Hann telji að öllu jöfnu ætti ekki að vera vandamál að afla slíks samþykkis því tæplega vilji félög halda fólki í sínum röðum sem ekki vilja vera þar.

Sjónvarp Skessuhorns
Leit á vefnum
Fréttasafn
Næsta ár Fyrra ár
Mest lesið í vikunni
Aðsendar greinar
Hulda Hrönn Sigurðardóttir

Þjónusta við einstaklinga með ...

Ásmundur Einar Daðason

Ljósleiðari á hvert heimili

Bjarni Jónsson

Landsnet verði í samfélagseigu

Ólafur Óskarsson

Betri byggð, öruggari umferð

Lilja Rafney Magnúsdóttir

Spilavíti eru „Víti til varnað...

Frá mbl.is

Ekki tókst að sækja efni

Frá visir.is

Ekki tókst að sækja efni

Héðan og þaðan
Skessuhorn á Facebook Skessuhorn á LinkedIn Skessuhorn á Twitter Skessuhorn á Instagram Skessuhorn ehf. kt. 560103-3870 - Kirkjubraut 56, 300 Akranes - Sími 433 5500 - Ritstjórn skessuhorn@skessuhorn.is