Senda Skessuhorni fréttaskot
Spurning vikunnar
Hver er þinn uppáhalds mánuður
Áskrift að Skessuhorni
Færð á vegum
Vestfirðir Suð-Austurland Vesturland Austurland Norðurland Suð-Vesturland Landið allt Suðurland
02. janúar. 2007 06:30

Flest slys á leiðinni Skarðslækur - Holtavörðuheiði

Tíðni umferðarslysa er mjög misjöfn eftir því hvaða hlutar þjóvegakerfisins eiga í hlut. Ástand vega, umferðarþungi og hæfni ökumanna til að haga akstri eftir aðstæðum eru allt þættir sem hafa áhrif á fjölda slysa á viðkomandi svæðum. Skessuhorni bárust upplýsingar frá Bjarna K Þorsteinssyni, slökkviliðsstjóra í Borgarnesi um fjölda útkalla þar sem klippu - og tækjabíll slökkviliðsins hefur verið kallaður út. Fjöldi klippiútkalla frá árinu 2000 til dagsins í dag er 50 talsins á starfssvæðinu en auk þess má telja 3 útköll þar sem ekki þurfti að beita klippum eða um falsútkall hafi verið að ræða. Tækjabíll er jafnan kallaður út þegar bílslys og veltur eiga sér stað og talin er þörf á aðstoð tækja við að losa ökumenn eða farþega úr bílflökum. Í ljós kemur þegar tölur slökkviliðsins eru skoðaðar eftir vegarköflum að flest útköll eru á veginum frá Skarðslæk í Borgarhreppi hinum gamla og upp á Holtavörðuheiði.

 

Í meðfylgjandi töflu má sjá hvernig þetta hefur skipst á milli svæða:

 

Staður

2000

2001

2002

2003

2004

2005

2006

2007

Samtals

Borgarnes-Skarðslækur

1

1

1

 

 

 

 

 

3

Skarðslækur-Holtavörðuh.

4

5

4

2

3

2

2

1

23

Borgarfjarðarbraut

1

 

 

2

 

 

 

 

3

Borgarnes-Hafursfell

3

1

1

2

 

 

2

 

9

Við Borgarnes

1

 

 

2

 

1

1

 

5

Borgarnes-Laxá

 

1

3

1

1

1

 

 

7

Samtals:

 

 

 

 

 

 

 

 

50

 

Gunnar Gunnarsson hjá Umferðarstofu segir fylgni á milli útkalla klippu- og tækjabíls slökkviliðsins og alvarlegra slysa og banaslysa. Þar kemur fram að frá árinu 2000 til nóvembermánaðar 2006 hafa óhöpp með og án meiðsla á veginum frá Borgarnesi að Miklagili á Holtavörðuheiði verið 522 talsins. Flest slys með meiðslum hafi orðið á vegarkaflanum frá vegamótunum við verslunina Baulu í Stafholtstungum upp að bænum Laxfossi, eða alls 16. Nýlega varð einmitt alvarlegt slys á þessum vegarkafla. Banaslys á umræddum kafla hafa orðið þrjú síðastliðin 6 ár. Hættulegustu staðirnir voru settir í töflu sem sjá má hér fyrir neðan:

 

Staður

Öll óhöpp og slys

Slys með meiðslum

Alvarleg slys og banaslys

Fornihvammur-sýslumörk

106

6

1

Krókur-Fornihvammur

36

15

3

Laxfoss-Dalmynni

80

12

4

Baulan-Laxfoss

60

16

3

Snæfellsnesvegamót-Eskiholtsvegamót

41

8

3

Samtals

323

57

14

 

Eins og sjá má af þessari töflu er kaflinn frá versluninni Baulu að Fornahvammi efst í Norðurárdal sá sem er hættulegastur á starfssvæði Slökkviliðs Borgarness. 43 slys með meiðslum verða á þessum kafla eingöngu og 10 slys þar sem einstalingar bíða bana eða búa við varanleg örkuml á eftir.

Samkvæmt upplýsingum frá Magnúsi Jóhannssyni, svæðisstjóra Vegagerðarinnar í Norðvesturkjördæmi eru allar líkur á því, samkvæmt núgildandi vegaáætlun sem nær til 2010, að kaflanum upp að Brekkunefi í Norðurárdal verði framhaldið og lokið.

 

Langtímaáætlun gildir frá 2007-2010. Þar er búið að setja inn breytingar og lagfæringar á veginum á Holtavörðuheiði. Verið er að skoða kaflann við Norðurá við heiðarsporðinn og færslu á veginum, í átt að Holtavörðuvatni, nær gamla veginum. Einnig er til skoðunnar færsla á hringveginum fram hjá Borgarnesi til umræðu, en það verður líklega ekki á dagskrá fyrr en á síðari hluta áður nefndrar langtímaáætlunar.

Sjónvarp Skessuhorns
Leit á vefnum
Fréttasafn
Næsta ár Fyrra ár
Mest lesið í vikunni
Aðsendar greinar
Hulda Hrönn Sigurðardóttir

Þjónusta við einstaklinga með ...

Ásmundur Einar Daðason

Ljósleiðari á hvert heimili

Bjarni Jónsson

Landsnet verði í samfélagseigu

Ólafur Óskarsson

Betri byggð, öruggari umferð

Lilja Rafney Magnúsdóttir

Spilavíti eru „Víti til varnað...

Frá mbl.is

Ekki tókst að sækja efni

Frá visir.is

Ekki tókst að sækja efni

Héðan og þaðan
Dalabyggð

Hornabú

Grundarfjarðarbær

ATH! Breyttur tími og dagsetning stofnun Matarklasa

Grundarfjarðarbær

Sorphirða

Grundarfjarðarbær

Aðalskipulag Grundarfjarðar - tillaga

Grundarfjarðarbær

Hunda- og kattahreinsun

Skessuhorn á Facebook Skessuhorn á LinkedIn Skessuhorn á Twitter Skessuhorn á Instagram Skessuhorn ehf. kt. 560103-3870 - Kirkjubraut 56, 300 Akranes - Sími 433 5500 - Ritstjórn skessuhorn@skessuhorn.is