Senda Skessuhorni fréttaskot
Spurning vikunnar
Hver er þinn uppáhalds mánuður
Áskrift að Skessuhorni
Færð á vegum
Vestfirðir Suð-Austurland Vesturland Austurland Norðurland Suð-Vesturland Landið allt Suðurland
31. janúar. 2007 07:34

Fortuna hættir milligöngu um áfengisveitingaleyfi til ÍA

Veitingafyrirtækið Fortuna á Íslandi ehf. hefur tilkynnt stjórn Íþróttabandalags Akraness og aðildarfélögum þess að fyrirtækið muni ekki hafa milligöngu um áfengisveitingaleyfi vegna skemmtana á vegum ÍA og aðildarfélaga þess eins og verið hefur á síðustu árum. Í bréfi sem fyrirtækið sendi ÍA, sýslumanninum á Akranesi og bæjaryfirvöldum kemur fram að tilefni þessarar ákvörðunar „sé sú almenna umræða og fréttaflutningur sem fram hefur farið síðustu daga og vikur í tengslum við vínveitingar og vínveitingaleyfi innan veggja íþróttahúsa Akraneskaupstaðar eða annarra bygginga sem tengjast íþrótta- og æskulýðsstarfi,“ segir orðrétt í bréfinu.

 

Fram kemur að fyrirtækið hafi komið að mörgum þeim skemmtunum sem ÍA og aðildarfélög þess hafa staðið fyrir síðustu ár. Í þeim tilfellum sem vínveitingar hafa verið viðhafðar hafi fyrirtækið sótt um vínveitingaleyfi í eigin nafni án þess að koma að skipulagningu eða eftirliti með vínsölunni né haft af henni beinan hag. Með milligöngunni hafi fyrirtækið talið sig vera að leggja starfsemi íþróttafélaganna lið og um leið að auðvelda skemmtanahald á þeirra vegum.

 

Þegar stuðningsmannafélag ÍA óskaði aðstoðar við áramótadansleik í íþróttahúsinu við Vesturgötu hafi forráðamenn Fortuna kynnt sér ítarlega þær skyldur sem þeim væru lagðar á herðar sem vínveitingaleyfishafa og einnig leitað álits löglærðra manna í því sambandi. Ljóst sé að samkvæmt lögunum sé fyrirtækið að taka á sig mikla ábyrgð, sem í sumum tilfellum sé ásættanleg út frá hagsmunum þess en í öðrum tilfellum ekki. Fari eitthvað úrskeiðis í slíku skemmtanahaldi eða sölu vínveitinga eigi fyrirtækið það á hættu að vínveitingaleyfi til eigin rekstrar skerðist og fyrirtækið bíði um leið álitshnekki.

Eins og fram hefur komið í fréttum Skessuhorns samþykkti bæjarráð Akraness að vínveitingar yrðu á áðurnefndum áramótadansleik. Þegar málið kom til formlegrar afgreiðslu bæjarstjórnar eftir áramót felldi meirihluti meirihluta bæjarstjórnar ákvörðun bæjarráðs. Eigendur Fortuna á Íslandi ehf. segja í bréfi sínu að veruleg almenn og pólitísk andstaða sé gegn áfengisveitingum innan veggja bygginga þar sem íþrótta- og æskulýðsstarfsemi fer fram og sú umræða sem fram hefur farið að undanförnu, þar sem nafn Fortuna hafi verið dregið fram, geti skaðað ímynd fyrirtækisins og hagsmuni þess. 

Sjónvarp Skessuhorns
Leit á vefnum
Fréttasafn
Næsta ár Fyrra ár
Mest lesið í vikunni
Aðsendar greinar
Hulda Hrönn Sigurðardóttir

Þjónusta við einstaklinga með ...

Ásmundur Einar Daðason

Ljósleiðari á hvert heimili

Bjarni Jónsson

Landsnet verði í samfélagseigu

Ólafur Óskarsson

Betri byggð, öruggari umferð

Lilja Rafney Magnúsdóttir

Spilavíti eru „Víti til varnað...

Frá mbl.is

Ekki tókst að sækja efni

Frá visir.is

Ekki tókst að sækja efni

Héðan og þaðan
Skessuhorn á Facebook Skessuhorn á LinkedIn Skessuhorn á Twitter Skessuhorn á Instagram Skessuhorn ehf. kt. 560103-3870 - Kirkjubraut 56, 300 Akranes - Sími 433 5500 - Ritstjórn skessuhorn@skessuhorn.is