Senda Skessuhorni fréttaskot
Spurning vikunnar
Hver er þinn uppáhalds mánuður
Áskrift að Skessuhorni
Færð á vegum
Vestfirðir Suð-Austurland Vesturland Austurland Norðurland Suð-Vesturland Landið allt Suðurland
31. janúar. 2007 10:05

Leiklistarklúbbur FVA æfir nýjan söngleik

Leiklistarklúbbur Nemendafélags Fjölbrautaskólans á Akranesi æfir þessa dagana nýjan söngleik sem byggður er á kvikmyndinni Almost famus sem naut mikilla vinsælda fyrir nokkrum árum. Leikgerðin er eftir Ólaf Sk. Þorvaldz sem jafnframt er leikstjóri. Danshöfundur er Ásta Bærings og söngstjóri uppsetningarinnar er Védís Hervör Árnadóttir.

Eva Eiríksdóttir, annar formanna leiklistarklúbbins, segir að verkið hafi Ólafur samið sérstaklega fyrir klúbbinn og hún viti ekki til þess að leikverk hafi áður verið sett upp eftir efni myndarinnar.

Að sýningunni koma leikarar, dansarar og hljóðfæraleikarar auk margra annarra starfsmanna. Alls koma að sýningunni á sjöunda tug nemenda skólans. Í fyrra setti klúbburinn upp söngleikinn Vegas sem var mjög viðamikil sýning og vakti hún mikla athygli.

Eva segir hefð fyrir því að leikklúbburinn setji upp sýningar af miklum metnaði. Hins vegar hafi þær verið misjafnar að umfangi. Hún segir að handrit söngleiksins hafi legið fyrir í desember en æfingar hófust eftir áramót. Stefnt er að því að frumsýna verkið 16. febrúar.

Verkið gerist á árinu 1972 í Bandaríkjunum og þá voru tímarnir aðrir en nú. Eva segir afar fróðlegt að setja sig inn í líferni unga fólksins á þeim tíma og bera það saman við lífið í dag. Þetta sé tímabil foreldra margra nemenda skólans. Þá taldi fólk LSD saklaust lyf til þess að víkka út hugsunina og ekki megi gleyma frjálsum ástum þess tíma. „Umræðan um unglingamál samtímans bliknar í samanburði við það sem fólk á okkar aldri leyfði sér á þessum tíma,“ segir Eva.

Sjónvarp Skessuhorns
Leit á vefnum
Fréttasafn
Næsta ár Fyrra ár
Mest lesið í vikunni
Aðsendar greinar
Hulda Hrönn Sigurðardóttir

Þjónusta við einstaklinga með ...

Ásmundur Einar Daðason

Ljósleiðari á hvert heimili

Bjarni Jónsson

Landsnet verði í samfélagseigu

Ólafur Óskarsson

Betri byggð, öruggari umferð

Lilja Rafney Magnúsdóttir

Spilavíti eru „Víti til varnað...

Frá mbl.is

Ekki tókst að sækja efni

Frá visir.is

Ekki tókst að sækja efni

Héðan og þaðan
Skessuhorn á Facebook Skessuhorn á LinkedIn Skessuhorn á Twitter Skessuhorn á Instagram Skessuhorn ehf. kt. 560103-3870 - Kirkjubraut 56, 300 Akranes - Sími 433 5500 - Ritstjórn skessuhorn@skessuhorn.is