Senda Skessuhorni fréttaskot
Spurning vikunnar
Hver er þinn uppáhalds mánuður
Áskrift að Skessuhorni
Færð á vegum
Vestfirðir Suð-Austurland Vesturland Austurland Norðurland Suð-Vesturland Landið allt Suðurland
31. janúar. 2007 11:24

Nokkur skot- og sprengjusvæði á Vesturlandi

Á Vesturlandi eru nokkur svæði þar sem leynst geta skot og sprengjur frá heræfingum á liðnum áratugum. Þetta kemur fram í svari Valgerðar Sverrisdóttur utanríkisráðherra á Alþingi við fyrirspurn Jóns Gunnarssonar alþingismanns Samfylkingarinnar. Fyrr á yfirstandandi þingi kom fram í máli ráðherra að 73 svæði á landinu hefðu á liðnum áratugum verið notuð til heræfinga. Óskaði Jón eftir upplýsingum um hvar á landinu þessi svæði eru.

Svæðin eru víða um land. Flest eru þau á höfuðborgarsvæðinu en nokkur á Vesturlandi. Varnarmálaskrifstofa utanríkisráðuneytisins, Landhelgisgæsla Íslands og Varnarliðið hófu á árinu 2005 skipulagða söfnun upplýsinga um svæðin og verður þeirri vinnu haldið áfram.

Í svari ráðherra kemur fram að ekki sé unnt að áætla magn skota og sprengna á hverju svæði og ekki sé hægt að útiloka að fleiri svæði bætist á listann eftir því sem gagnaöflun miðar áfram. Þá segir að erfitt sé að áætla hversu langan tíma taki að hreinsa svæðin en á næstu fimm árum sé mögulegt að gera úttekt á öllum æfingasvæðum jafnframt því sem lokið verður við hreinsun verstu svæðanna. Einnig er mjög erfitt að henda reiður á kostnað við hreinsunina.

Þau svæði á Vesturlandi og næsta nágrenni sem nefnd eru í svari ráðherra eru Kollafjörður, Blikdalur á Kjalarnesi, Þrándstaðafjall og Kjölur í Hvalfirði, Akrafjall, Langá og Tungulækur á Mýrum og Borgardalur.

Sjónvarp Skessuhorns
Leit á vefnum
Fréttasafn
Næsta ár Fyrra ár
Mest lesið í vikunni
Aðsendar greinar
Hulda Hrönn Sigurðardóttir

Þjónusta við einstaklinga með ...

Ásmundur Einar Daðason

Ljósleiðari á hvert heimili

Bjarni Jónsson

Landsnet verði í samfélagseigu

Ólafur Óskarsson

Betri byggð, öruggari umferð

Lilja Rafney Magnúsdóttir

Spilavíti eru „Víti til varnað...

Frá mbl.is

Ekki tókst að sækja efni

Frá visir.is

Ekki tókst að sækja efni

Héðan og þaðan
Skessuhorn á Facebook Skessuhorn á LinkedIn Skessuhorn á Twitter Skessuhorn á Instagram Skessuhorn ehf. kt. 560103-3870 - Kirkjubraut 56, 300 Akranes - Sími 433 5500 - Ritstjórn skessuhorn@skessuhorn.is