Senda Skessuhorni fréttaskot
Spurning vikunnar
Hver er þinn uppáhalds mánuður
Áskrift að Skessuhorni
Færð á vegum
Vestfirðir Suð-Austurland Vesturland Austurland Norðurland Suð-Vesturland Landið allt Suðurland
31. janúar. 2007 04:31

Óánægja vegna breyttra afsláttarreglna

Á síðasta ári ákvað bæjarstjórn Akraness að breyta afsláttarreglum aldraðra og öryrkja vegna álagningar fasteignaskatts íbúðarhúsnæðis. Afslátturinn fer nú stighækkandi með lækkandi tekjum í stað fasts afsláttar eins og áður var og nú þarf að sækja um afsláttinn sérstaklega og skila inn afriti af skattframtali og örorkumatsvottorði ef við á. Eins og fram kemur í pennagreinum í Skessuhorni sem kom út í dag hefur þessi ákvörðun valdið nokkurri óánægju. Er þar nefnt að afslátturinn minnki til aldraðra og öryrkja auk þess sem þessir hópar séu gerðir að „betlilýð“ með því að þurfa að sækja sérstaklega um afsláttinn.  

 

Á undanförnum árum hefur afslátturinn verið ákveðin upphæð og var á síðasta ári 40.950 krónur, sem elli- og örorkulífeyrisþegar nutu sem ekki höfðu hærri tekjur en lágmarkstekjur almannatrygginga. Samkvæmt nýju reglunum er afslátturinn hins vegar tekjutengdur þannig að hann fer stighækkandi með lækkandi tekjum. Sem dæmi má nefna að hjón með tekjur undir 2,4 milljónum króna á síðasta ári fá allan fasteignaskattinn felldan niður. Afslátturinn fer síðan stiglækkandi í fimm flokkum allt þar til hann fellur niður hjá hjónum sem höfðu hærri tekjur á síðasta ári en rúmar 3,3 milljónir króna.

 

Misháir afslættir

Ef litið er til annarra sveitarfélaga kemur í ljós að öll veita þau ellilífeyrisþegum og öryrkjum afslátt af fasteignasköttum. Hinsvegar eru reglurnar mismunandi. Í Mosfellsbæ eru reglurnar svipaðar og á Akranesi en afslátturinn hverfur við lægri tekjur en á Akranesi. Þar þarf einnig að sækja um afsláttinn. Í Reykjavík er afslátturinn einnig tekjutengdur en þar þarf ekki að sækja sérstaklega um hann heldur sækir borgin upplýsingarnar til skattyfirvalda og reiknar afslættina í samræmi við það hverju sinni. Í Garðabæ fá allir elli- og örorkulífeyrisþegar fastan afslátt að upphæð 41.100 krónur. Að auki er veittur tekjutengdur afsláttur og fellur skatturinn niður hafi hjón tekjur innan við rúmar 2,2 milljónir króna í tekjur. Í Hafnarfirði er afslátturinn tekjutengdur í þremur þrepum.

 

Hæstur afsláttur fyrir tekjulága

Sem vonlegt er koma þessar breytingar hjá Akraneskaupstað misjafnlega niður hjá greiðendum. Jón Pálmi Pálsson, bæjarritari segir í samtali við Skessuhorn að með nýja fyrirkomulaginu sé mætt betur aðstæðum tekjulágra íbúa þ.e. afslátturinn komist betur til skila til þeirra er þurfa á honum að halda. Nú njóti tekjulægstu einstaklingarnir hærri afsláttar en áður. Hann segir að í gamla kerfinu hafi verið dæmi um að fólk með mjög háar tekjum hafi notið afsláttar. Á síðasta ári nam afslátturinn um 17,5 milljónum króna og Jón Pálmi segir ekki reiknað með að breytingin á fyrirkomulaginu lækki þá tölu.

Aðspurður um þá gagnrýni að með nýju reglunum sé verið að gera fólk að „betlilýð“ segist Jón Pálmi ekki hafa orðið var við að afláttarkerfi hefði neitt neikvætt í för með sér. „Almenningur sækir þann rétt sem hann á í þessu máli sem öðrum og fráleitt að halda því fram að umsóknir um afslætti af gjöldum sé eitthvað neikvætt,“ segir Jón Pálmi.

Eins og fram kom hér að framan þarf ekki að sækja um afsláttinn hjá Reykjavíkurborg heldur sækja starfsmenn borgarinnar upplýsingar til skattyfirvalda. Jón Pálmi segir alltaf álitamál hvaða kerfi er einfaldast í þessu sambandi og bæjarfulltrúar á Akranesi hafi valið að fara leið sem ýmis önnur sveitarfélög hafa farið. „Við munum á næstunni kynna þetta nýja fyrirkomulega mjög vandlega fyrir bæjarbúum þannig að ekki fari á milli mála hver réttur borgaranna er. Höfuðmálið er að þetta nýja afsláttarkerfi á að nýtast þeim betur sem á afslætti þurfa að halda en er ekki sett á til þess að spara bæjarfélaginu fjármuni,“ segir Jón Pálmi að lokum.

Sjónvarp Skessuhorns
Leit á vefnum
Fréttasafn
Næsta ár Fyrra ár
Mest lesið í vikunni
Aðsendar greinar
Hulda Hrönn Sigurðardóttir

Þjónusta við einstaklinga með ...

Ásmundur Einar Daðason

Ljósleiðari á hvert heimili

Bjarni Jónsson

Landsnet verði í samfélagseigu

Ólafur Óskarsson

Betri byggð, öruggari umferð

Lilja Rafney Magnúsdóttir

Spilavíti eru „Víti til varnað...

Frá mbl.is

Ekki tókst að sækja efni

Frá visir.is

Ekki tókst að sækja efni

Héðan og þaðan
Skessuhorn á Facebook Skessuhorn á LinkedIn Skessuhorn á Twitter Skessuhorn á Instagram Skessuhorn ehf. kt. 560103-3870 - Kirkjubraut 56, 300 Akranes - Sími 433 5500 - Ritstjórn skessuhorn@skessuhorn.is