Senda Skessuhorni fréttaskot
Spurning vikunnar
Hver er þinn uppáhalds mánuður
Áskrift að Skessuhorni
Færð á vegum
Vestfirðir Suð-Austurland Vesturland Austurland Norðurland Suð-Vesturland Landið allt Suðurland
30. janúar. 2007 05:56

Skiptar skoðanir um skipulagsmál

Almennur fundur um skipulagsmál  í Borgarbyggð var haldinn í gærkvöldi á Hótel Borgarnesi. Rætt var um stöðu í skipulagsmálum í sveitarfélaginu og skipulag við Borgarbraut 55-59.  Kynning var á nýju íbúðahverfi í Bjargslandi, rætt um veitingahús við Hrafnaklett og hugmyndir um upphaf byggðar handan Borgarvogs voru kynntar. Fjölmenni var á fundinum og greinilega skiptar skoðanir um málin. Voru sveitarstjórnarmenn hvattir til þess að stíga varlega til jarðar í að selja stórfyrirtækjum eins og Eykt vænlegt byggingarland í kringum Borgarnes og töldu sumir að betra væri að selja það að hluta eða jafnvel leigja tímabundið. Gagnrýnt var að framhaldsskólinn skuli staðsettur inni í miðjan bæ, þar sem plássleysi og bílastæði eru nú þegar af skornum skammti.

 

Torfi Jóhannesson, formaður byggingar- og skipulagsnefndar svaraði því til að þetta væri m.a. fórnarkostnaðurinn við að þétta byggð og nauðsynlegt væri fyrir alla, bæði unga sem aldna, að hafa stutt í þjónustu bæjarins.

 

Einnig kom óánægja fram með að reisa 5 til 6 hæða fjölbýlishús inn í nú þegar gróna byggð í stað þess að reisa slíkar byggingar á nýju svæði, þar sem engin hætta væri á að þær skyggðu á næstu hús.

 

Í samtali við Torfa kom fram að hann sagðist vera almennt mjög ánægður með fundinn, margar raddir og gagnlegar ábendingar hafi komið þar fram, en þó saknaði hann að konur létu lítt sjá sig í ræðustól. Fundir sem þessir væru ekki síst mikilvægir til að hvetja til almennrar umræðu um skipulagsmál í sveitafélaginu og nauðsynlegt að sú umræða sé á breiðum grunni. Sjálfum fannst honum umræðurnar varðandi Eykt vera mikilvægastar, enda um að ræða mjög stórt mál fyrir þróun byggðar í Borgarnesi (sjá frétt áður hér á vefnum).

Sjónvarp Skessuhorns
Leit á vefnum
Fréttasafn
Næsta ár Fyrra ár
Mest lesið í vikunni
Aðsendar greinar
Hulda Hrönn Sigurðardóttir

Þjónusta við einstaklinga með ...

Ásmundur Einar Daðason

Ljósleiðari á hvert heimili

Bjarni Jónsson

Landsnet verði í samfélagseigu

Ólafur Óskarsson

Betri byggð, öruggari umferð

Lilja Rafney Magnúsdóttir

Spilavíti eru „Víti til varnað...

Frá mbl.is

Ekki tókst að sækja efni

Frá visir.is

Ekki tókst að sækja efni

Héðan og þaðan
Skessuhorn á Facebook Skessuhorn á LinkedIn Skessuhorn á Twitter Skessuhorn á Instagram Skessuhorn ehf. kt. 560103-3870 - Kirkjubraut 56, 300 Akranes - Sími 433 5500 - Ritstjórn skessuhorn@skessuhorn.is