Senda Skessuhorni fréttaskot
Spurning vikunnar
Hver er þinn uppáhalds mánuður
Áskrift að Skessuhorni
Færð á vegum
Vestfirðir Suð-Austurland Vesturland Austurland Norðurland Suð-Vesturland Landið allt Suðurland
31. janúar. 2007 12:03

"Tökumst á við framtíðina frá Akranesi"

-rætt við feðgana í Trésmiðju Þráins E. Gíslasonar

Mikil uppbygging á suðvesturhorni landsins á undanförnum árum hefur tæplega farið fram hjá nokkrum manni. Hæst rísa fréttir af stórframkvæmdum. Stóriðjuver, virkjanir og verslanahallir eru fyrirferðarmestar. Bæjarfélögin stækka og ekki er talað um minna en uppbyggingu heilu hverfanna í einu.  Á bakvið hverja framkvæmd, stóra sem smáa, eru iðnaðarmenn. Þeirra hlutur er ekki lítill. Á þeim hefur mikið mætt undanfarin ár. Allir þurfa á þeim að halda. Við hin erum sérfræðingar í því að segja sögur af iðnaðarmönnum. Fyrst segjum við sögur af þeim sem ekki standa við sitt, það er ekkert gaman að nefna hina. Trúlega hefur engin stétt manna mátt þola jafn mikið í þeim efnum og iðnaðarmenn á undanförnum árum.

 

 

Uppsveiflan á sunnanverðu Vesturlandi hefur verið mikil að undanförnu. Á örfáum árum hefur atvinnulífið gengið í gegnum miklar breytingar. Sjávarútvegurinn og landbúnaðurinn hafa látið undan síga og við hafa tekið aðrar atvinnugreinar. Stóriðjan í Hvalfirði ber það að sjálfsögðu hæst. Trúlega er þar stærsta vélin sem slegið hefur taktinn í uppbyggingunni á undanförnum árum. En fleiri fyrirtæki koma þar til. Þegar Trésmiðja Þráins E. Gíslasonar sf. var stofnuð 1. febrúar 1996 af hjónunum Þráni og Maríu S. Sigurðardóttur hafði ekki verið byggt nýtt íbúðarhús á Akranesi til sölu á almennum markaði í 10 ár og ekki verið sótt um byggingarleyfi til byggingarnefndar í þrjú ár. Síðan hefur mikið vatn runnið til sjávar. Í dag eru hundruð íbúða í smíðum á Akranesi.  Að ekki sé talað um nágrannasveitarfélögin og höfuðborgarsvæðið, sem nú er komið í túnfótinn.

 

Eitt þeirra fyrirtækja sem haft hafa í nægu að snúast á undanförnum árum er Trésmiðja Þráins E Gíslasonar. Í Skessuhorni sem kemur út í dag er rætt við feðgana sem stýra fyrirtækinu um verkefnin undanfarin ár, framtíðarhorfur í greininni og ýmislegt fleira í umhverfi framsækins iðnaðarfyrirtækis.

Sjónvarp Skessuhorns
Leit á vefnum
Fréttasafn
Næsta ár Fyrra ár
Mest lesið í vikunni
Aðsendar greinar
Hulda Hrönn Sigurðardóttir

Þjónusta við einstaklinga með ...

Ásmundur Einar Daðason

Ljósleiðari á hvert heimili

Bjarni Jónsson

Landsnet verði í samfélagseigu

Ólafur Óskarsson

Betri byggð, öruggari umferð

Lilja Rafney Magnúsdóttir

Spilavíti eru „Víti til varnað...

Frá mbl.is

Ekki tókst að sækja efni

Frá visir.is

Ekki tókst að sækja efni

Héðan og þaðan
Skessuhorn á Facebook Skessuhorn á LinkedIn Skessuhorn á Twitter Skessuhorn á Instagram Skessuhorn ehf. kt. 560103-3870 - Kirkjubraut 56, 300 Akranes - Sími 433 5500 - Ritstjórn skessuhorn@skessuhorn.is