Senda Skessuhorni fréttaskot
Spurning vikunnar
Hver er þinn uppáhalds mánuður
Áskrift að Skessuhorni
Færð á vegum
Vestfirðir Suð-Austurland Vesturland Austurland Norðurland Suð-Vesturland Landið allt Suðurland
02. maí. 2007 09:57

Samið um byggingu nýs tréiðnahúss við FVA

Í gærkvöldi, 1. maí var ritað undir samning um byggingu nýs skólahúss fyrir byggingagreinar og mannvirkjagerð, sem í daglegu tali er kölluð tréiðnadeild, við Fjölbrautaskóla Vesturlands á Akranesi. Það var Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir, menntamálaráðherra sem ritaði undir samkomulagið f.h. ríkisins og Gísli S Einarsson, bæjarstjóri á Akranesi fyrir hönd sveitarfélaganna fimm sem standa að skólanum á sunnanverðu Vesturlandi. Auk Akraneskaupstaðar eru það Hvalfjarðarsveit, Borgarbyggð, Skorradalshreppur og Eyja- og Miklaholtshreppur. Byggingin verður 566 fermetrar að flatarmáli og verður vestan við núverandi skólahús. Þar með verða allar kennslugreinar FVA komnar á skólalóðina við Vogabraut.

Ríkið greiðir 60% af áætluðum kostnaði en sveitarfélögin 40%, en samtals er áætlað að verkið kosti um 127 milljónir króna.

 

Hörður Ó Helgason, skólameistari FVA sagði þetta stóran dag í sögu skólans því það hefði verulega verið farið að há eðlilegri uppbyggingu verknámsgreina við skólann sá húsnæðisskortur sem verið hefur í tréiðnadeild. Í ljósi fjölgunar iðnstarfa á svæðinu væri þörfin fyrir hentuga kennsluaðstöðu orðin aðkallandi. Fulltrúar skólans, menntamálaráðherra og fulltrúar sveitarfélaganna lýstu allir mikilli ánægju með að verkið færi nú af stað en vonast er að byggingin verði komin í gagnið á næsta ári. Magnús H Ólafsson, arkitekt á Akranesi hannar húsið.

 

Á myndinni eru fulltrúar skólans og sveitarfélaga ásamt menntamálaráðherra að undirritun lokinni.

Sjónvarp Skessuhorns
Leit á vefnum
Fréttasafn
Næsta ár Fyrra ár
Mest lesið í vikunni
Aðsendar greinar
Hulda Hrönn Sigurðardóttir

Þjónusta við einstaklinga með ...

Ásmundur Einar Daðason

Ljósleiðari á hvert heimili

Bjarni Jónsson

Landsnet verði í samfélagseigu

Ólafur Óskarsson

Betri byggð, öruggari umferð

Lilja Rafney Magnúsdóttir

Spilavíti eru „Víti til varnað...

Frá mbl.is

Ekki tókst að sækja efni

Frá visir.is

Ekki tókst að sækja efni

Skessuhorn á Facebook Skessuhorn á LinkedIn Skessuhorn á Twitter Skessuhorn á Instagram Skessuhorn ehf. kt. 560103-3870 - Kirkjubraut 56, 300 Akranes - Sími 433 5500 - Ritstjórn skessuhorn@skessuhorn.is