Senda Skessuhorni fréttaskot
Spurning vikunnar
Hver er þinn uppáhalds mánuður
Áskrift að Skessuhorni
Færð á vegum
Vestfirðir Suð-Austurland Vesturland Austurland Norðurland Suð-Vesturland Landið allt Suðurland
02. maí. 2007 12:08

Fjarskiptamastur risið í Kolviðarnesi

Fjarskiptamastur fyrir örbylgjusamband er risið í Kolviðarnesi í Eyja- og Miklaholtshreppi. Er það eina mastrið sem þarf að byggja í tengslum við netvæðingu á sunnanverðu Snæfellsnesi og sem Skessuhorn hefur áður greint frá. Þau möstur sem þarf til viðbótar eru til á Kirkjuhóli og í Öxl. Að sögn Eggerts Kjartanssonar, oddvita hreppsins er þetta fyrsti áfangi netvæðingarinnar sem ber að fagna. Þetta mastur tekur á móti geislanum og dreifir á bæina og í önnur möstur sem til eru. „Búnaðurinn kemur innan tíðar og þá verður hægt að einhenda sér í prófanir. Ef upp koma einhver vandamál við að ná sambandi á einstaka bæi, þá verður það einfaldlega leyst. Við erum að stefna að því að lágmarks sendingarhraði verður 2 Megabæt og ég sé ekki annað er að svo megi verða,“ sagði Eggert Kjartansson oddviti í samtali við Skessuhorn.

Guðmundur Kr. Unnsteinsson hjá Hringiðunni, sem er að setja upp búnaðinn, sagði í samtali við Skessuhorn að allar líkur væru á því að hægt yrði að byrja sendingar og þar með notkun, að einhverjum hluta, aðra eða þriðju vikuna í maí. „Ef allt gengur eins og lítur út fyrir núna, ætti það að vera raunhæfur möguleiki, sem ég vona sannarlega að gangi eftir,“ sagði Guðmundur.

Sjónvarp Skessuhorns
Leit á vefnum
Fréttasafn
Næsta ár Fyrra ár
Mest lesið í vikunni
Aðsendar greinar
Hulda Hrönn Sigurðardóttir

Þjónusta við einstaklinga með ...

Ásmundur Einar Daðason

Ljósleiðari á hvert heimili

Bjarni Jónsson

Landsnet verði í samfélagseigu

Ólafur Óskarsson

Betri byggð, öruggari umferð

Lilja Rafney Magnúsdóttir

Spilavíti eru „Víti til varnað...

Frá mbl.is

Ekki tókst að sækja efni

Frá visir.is

Ekki tókst að sækja efni

Skessuhorn á Facebook Skessuhorn á LinkedIn Skessuhorn á Twitter Skessuhorn á Instagram Skessuhorn ehf. kt. 560103-3870 - Kirkjubraut 56, 300 Akranes - Sími 433 5500 - Ritstjórn skessuhorn@skessuhorn.is