Senda Skessuhorni fréttaskot
Spurning vikunnar
Hver er þinn uppáhalds mánuður
Áskrift að Skessuhorni
Færð á vegum
Vestfirðir Suð-Austurland Vesturland Austurland Norðurland Suð-Vesturland Landið allt Suðurland
03. maí. 2007 07:46

Skipulagt byggingarland til fyrir 40% fjölgun íbúa í Borgarnesi

Miklar framkvæmdir standa nú yfir í Borgarnesi við byggingu íbúðarhúsnæðis. Auk þess er mikill fjöldi lóða til samkvæmt samþykktu skipulagi. Þannig eru um 250 íbúðir ýmist í byggingu nú þegar eða gert ráð fyrir á skipulögðum svæðum.

Í gamla miðbæ Borgarness er gert ráð fyrir 40-50 íbúðum og eru framkvæmdir hafnar við hluta þeirra. Í samþykktu skipulagi að Bjargslandi II verða 90-100 íbúðir og meðal þeirra talverður fjöldi af einbýlishúsalóðum. Þá eru þrjár íbúðablokkir í byggingu í Bjargslandi og til stendur að byggja eina blokk við Kveldúlfsgötu. Lauslega áætlað er þar um að ræða 50-60 íbúðir. Nokkrar óbyggðar lóðir eru einnig til við Stöðulsholt. Loks er samkvæmt auglýstu skipulagi fyrir Borgarbraut 55-59 gert ráð fyrir um 50 íbúðum á svæðinu þar sem gamla Essostöðin var.

Miðað við að íbúðarhúsnæði verði byggt á næstu árum á öllum þessum lóðum ætti það að rúma a.m.k. 750 manns sem þýddi tæplega 40% fjölgun íbúa í Borgarnesi yrðu þær fullsetnar.

Þessu til viðbótar er rétt að halda til haga að verktakafyrirtækið Eykt hefur sótt um að fá byggingarland handan Borgarvogs fyrir um 2000 manna byggð og standa viðræður yfir milli fyrirtækisins og sveitarfélagsins um það. Samkvæmt heimildum Skessuhorns vill a.m.k. hluti sveitarstjórnar Borgarbyggðar þó stíga varlega til jarðar við úthlutun þess svæðis, a.m.k. á næstu misserum og taka þá tillit til þess mikla fjölda lóða sem þegar eru til á skipulögðum svæðum.

 

Á öðrum stöðum í sveitarfélaginu eru einnig fyrirhugaðar allnokkrar byggingaframkvæmdir, t.d. á Bifröst, Varmalandi, Reykholti og á Hvanneyri. Samkvæmt þessu má gera ráð fyrir því að íbúafjölgun verði talsvert yfir landsmeðaltali í sveitarfélaginu Borgarbyggð á næstu árum og langt yfir þeirri fjölgun sem orðið hefur í Borgarfirði á liðnum árum.

Sjónvarp Skessuhorns
Leit á vefnum
Fréttasafn
Næsta ár Fyrra ár
Mest lesið í vikunni
Aðsendar greinar
Hulda Hrönn Sigurðardóttir

Þjónusta við einstaklinga með ...

Ásmundur Einar Daðason

Ljósleiðari á hvert heimili

Bjarni Jónsson

Landsnet verði í samfélagseigu

Ólafur Óskarsson

Betri byggð, öruggari umferð

Lilja Rafney Magnúsdóttir

Spilavíti eru „Víti til varnað...

Frá mbl.is

Ekki tókst að sækja efni

Frá visir.is

Ekki tókst að sækja efni

Skessuhorn á Facebook Skessuhorn á LinkedIn Skessuhorn á Twitter Skessuhorn á Instagram Skessuhorn ehf. kt. 560103-3870 - Kirkjubraut 56, 300 Akranes - Sími 433 5500 - Ritstjórn skessuhorn@skessuhorn.is