Senda Skessuhorni fréttaskot
Spurning vikunnar
Hver er þinn uppáhalds mánuður
Áskrift að Skessuhorni
Færð á vegum
Vestfirðir Suð-Austurland Vesturland Austurland Norðurland Suð-Vesturland Landið allt Suðurland
02. maí. 2007 02:55

Spölur fjölgar gjaldflokkum í Hvalfjarðargöngin

Gjald fyrir ferðir pallbíla lækkar - húsbíla hækkar

 

Ný gjaldskrá fyrir Hvalfjarðargöng tekur gildi á mánudaginn kemur, þann 7. maí. Helsta breyting fyrirtækisins felst í að gjaldflokkum fjölgar um einn fyrir ökutæki sem eru 6-8 metrar að lengd. Í gjaldskránni hafa frá upphafi árið 1998 verið þrír gjaldflokkar auk sérstaks flokks fyrir mótorhjól. Flest ökutæki eru í I. flokki (styttri en 6 metrar að lengd), í II. flokki eru ökutæki 6-12 metrar að lengd og í III. flokki ökutæki ökutæki lengri en 12 metrar. Breytingin nú er fólgin í því að skipta II. gjaldflokki í tvennt. Í nýjum II. flokki verða ökutæki 6-8 metrar að lengd og í nýjum III. flokki verða ökutæki 8-12 metrar að lengd.  Í þessum flokki sem nær yfir pallbíla, sendibíla og fleiri ökutæki, lækkar veggjaldið um nær helming við breytinguna. Sem dæmi má taka að gjald fyrir staka ferð ökutækis í II. flokki verður 1.500 krónur en er nú 2.800 krónur og gjald fyrir hverja áskriftarferð verður 1.000 krónur í stað tæplega 1.900 króna nú.

 

“Hér er miðað við gjald fyrir ökutæki sem eru 6-8 metrar að lengd. Á hinn bóginn er ljóst að gjald fyrir til dæmis marga húsbíla hækkar þegar farið verður að innheimta fyrir þá samkvæmt II. gjaldflokki. Hingað til hafa þeir farið um göngin á lægsta gjaldi þrátt fyrir að vera allt að 7,25 metrar að lengd. Lengdarmæling allra ökutækja, og innri samræming gjaldskrár, gera það hins vegar að verkum að þessi ökutæki færast nú í II. Gjaldflokk,” segir í tilkynningu frá Speli.

 

Spölur er í þann veginn að taka í notkun sjálfvirkan lengdarmælingarbúnað við gjaldskýli ganganna. Nýju lengdarmælarnir eru forsenda þess að unnt sé að breyta skipulagi gjaldskrárinnar og innheimta veggjald í samræmi við heildarlengd ökutækja hjá þeim sem um göngin fara, með eða án eftirvagns.

 

Í nýjum upplýsingabæklingi Spalar kemur fram að hér eftir verður innheimt hóflegt gjald fyrir eftirvagna: 100 krónur fyrir hverja ferð ökutækis í I. gjaldflokki með eftirvagn, ef heildarlengd er innan við 8 metrar, en 300 krónur ef heildarlengd er yfir 8 metrar. Hingað til hafa eftirvagnar, sem ekki eru skráningarskyldir, fylgt ökutækjum í I. gjaldflokki gjaldfrjálst en nú verður breyting þar á til heildarsamræmingar gjaldskrár. Ökutæki í gjaldflokkum II og III færast sjálfkrafa upp um flokk eftir heildarlengd eykis.

 

Veggjald í Hvalfjarðargöngum lækkaði 1. mars 2007 sem svaraði til helmingslækkunar virðisaukaskatts og stjórn Spalar notaði tækifærið til að lækka veggjaldið enn meira. Veggjald flestra áskrifenda verður nú lækkað enn frekar, til dæmis lækkar gjald fyrir staka ferð áskrifanda, sem kaupir 100 ferðir fyrirfram í I. flokki, úr 253 í 240 krónur. Gjald fyrir staka ferð áskrifanda, sem kaupir 40 ferðir fyrirfram í I. flokki, lækkar úr 366 í 360 krónur.

 

Þegar saman eru teknar breytingar á gjaldskránni 1. mars og 7. maí 2007 lækkar veggjaldið um 10-13,3% að jafnaði í I. og III. gjaldflokki en um 50% hjá þeim sem lenda í nýja 6-8 metra flokknum (II. gjaldflokki).

 

Lækkun veggjaldsins svarar til þess að Spölur ehf. skerði tekjur sínar um 65 milljónir króna á ári, miðað við umferð í Hvalfjarðargöngum árið 2006.

Sjónvarp Skessuhorns
Leit á vefnum
Fréttasafn
Næsta ár Fyrra ár
Mest lesið í vikunni
Aðsendar greinar
Hulda Hrönn Sigurðardóttir

Þjónusta við einstaklinga með ...

Ásmundur Einar Daðason

Ljósleiðari á hvert heimili

Bjarni Jónsson

Landsnet verði í samfélagseigu

Ólafur Óskarsson

Betri byggð, öruggari umferð

Lilja Rafney Magnúsdóttir

Spilavíti eru „Víti til varnað...

Frá mbl.is

Ekki tókst að sækja efni

Frá visir.is

Ekki tókst að sækja efni

Skessuhorn á Facebook Skessuhorn á LinkedIn Skessuhorn á Twitter Skessuhorn á Instagram Skessuhorn ehf. kt. 560103-3870 - Kirkjubraut 56, 300 Akranes - Sími 433 5500 - Ritstjórn skessuhorn@skessuhorn.is