Senda Skessuhorni fréttaskot
Spurning vikunnar
Hver er þinn uppáhalds mánuður
Áskrift að Skessuhorni
Færð á vegum
Vestfirðir Suð-Austurland Vesturland Austurland Norðurland Suð-Vesturland Landið allt Suðurland
14. maí. 2007 06:59

Vanir menn gerðu við hitaveitubilun á Seleyri

Hitaveiturör í aðveituæðinni að Borgarnesi fór í sundur í síðustu viku á Seleyri. Þegar ljósmyndara Skessuhorns bar að garði voru starfsmenn Orkuveitunnar ásamt Haraldi Helgasyni, gröfumanni í þann mund að laga bilunina og setja nýtt rör í stað þess sem gaf sig. Veitan er að stórum hluta lögð í asbest frá Deildartunguhver og alla leið á Akranes. Þó hefur á síðustu árum verið skipt út köflum í lögninni og hún þannig smám saman endurnýjuð. Augljóst var á fumlausum vinnubrögðum viðgerðarflokksins, undir stjórn Guðmundar Brynjúlfssonar svæðisstjóra dreifingar hjá OR, að á ferðinni voru vanir menn sem áður hafa komið að sambærilegum viðgerðum.  Vatnslaust var því um mjög skamma hríð í Borgarnesi af þessum sökum. Vegna þess hve nærri þjóðveginum bilunin varð hafði lögregla gætur á umferðinni þar sem mikla gufu lagði yfir veginn á kafla.

Sjónvarp Skessuhorns
Leit á vefnum
Fréttasafn
Næsta ár Fyrra ár
Mest lesið í vikunni
Aðsendar greinar
Hulda Hrönn Sigurðardóttir

Þjónusta við einstaklinga með ...

Ásmundur Einar Daðason

Ljósleiðari á hvert heimili

Bjarni Jónsson

Landsnet verði í samfélagseigu

Ólafur Óskarsson

Betri byggð, öruggari umferð

Lilja Rafney Magnúsdóttir

Spilavíti eru „Víti til varnað...

Frá mbl.is

Ekki tókst að sækja efni

Frá visir.is

Ekki tókst að sækja efni

Skessuhorn á Facebook Skessuhorn á LinkedIn Skessuhorn á Twitter Skessuhorn á Instagram Skessuhorn ehf. kt. 560103-3870 - Kirkjubraut 56, 300 Akranes - Sími 433 5500 - Ritstjórn skessuhorn@skessuhorn.is