Senda Skessuhorni fréttaskot
Spurning vikunnar
Hver er þinn uppáhalds mánuður
Áskrift að Skessuhorni
Færð á vegum
Vestfirðir Suð-Austurland Vesturland Austurland Norðurland Suð-Vesturland Landið allt Suðurland
17. maí. 2007 02:03

Kaupþingsmótaröðin í golfi hefst á Garðavelli

Kaupþingsmótaröðin í golfi hefst um helgina á Garðavelli á Akranesi. Skráningu á mótið lauk á miðvikudaginn og hafa 130 kylfingar skráð sig til keppni og má því búast við harðri keppni. Spilaðar verða 36 holur á tveimur dögum og keppt er bæði í flokki karla og kvenna. Engin aldursmörk eru, en keppendur skulu vera meðlimir í golfklúbbi innan vébanda Golfsambandsamds Íslands. Golfsambandið hefur nú samið við Kaupþing um styrki og mun mótið verða kennt við það fyrirtæki. Garðavöllur er í fínu standi, en hann er kominn í fremstu röð golfvalla á Íslandi, og ef veðrið leikur við golfarana verða aðstæður eins og best verður á kosið. Völlurinn er vel uppbyggður og liggur nálægt sjávarmáli og hefur því alltaf komið vel undan vetri, því hann er fljótur að þorna og komast í gott ástand. Í könnun sem Golfsambandið gerði meðal 41 afrekskylfings er Magnúsi Lárussyni og Ragnhildi Sigurðardóttur spáð sigri í stigakeppni Íslandsmótsins.

Sjónvarp Skessuhorns
Leit á vefnum
Fréttasafn
Næsta ár Fyrra ár
Mest lesið í vikunni
Aðsendar greinar
Hulda Hrönn Sigurðardóttir

Þjónusta við einstaklinga með ...

Ásmundur Einar Daðason

Ljósleiðari á hvert heimili

Bjarni Jónsson

Landsnet verði í samfélagseigu

Ólafur Óskarsson

Betri byggð, öruggari umferð

Lilja Rafney Magnúsdóttir

Spilavíti eru „Víti til varnað...

Frá mbl.is

Ekki tókst að sækja efni

Frá visir.is

Ekki tókst að sækja efni

Skessuhorn á Facebook Skessuhorn á LinkedIn Skessuhorn á Twitter Skessuhorn á Instagram Skessuhorn ehf. kt. 560103-3870 - Kirkjubraut 56, 300 Akranes - Sími 433 5500 - Ritstjórn skessuhorn@skessuhorn.is