Senda Skessuhorni fréttaskot
Spurning vikunnar
Hver er þinn uppáhalds mánuður
Áskrift að Skessuhorni
Færð á vegum
Vestfirðir Suð-Austurland Vesturland Austurland Norðurland Suð-Vesturland Landið allt Suðurland
24. maí. 2007 01:16

IsNord tónlistarhátíðin komin til að vera

IsNord hátíðin verður sett í þriðja sinn 8. júní næstkomandi. Það er Jónína Erna Arnardóttir píanóleikari sem er listrænn stjórnandi og ábyrgðarmaður hátíðarinnar. Jónína er borin og barnfæddur Borgnesingur og langaði að setja upp einhverja glæsilega hátíð í Borgarnesi, með borgfirskum listamönnum. Hún segir hugmyndirnar svo stórfenglegar og metnaðafullar að seint myndi ganga að fjármagna þær allar. Hátíðin er einstaklingsframtak hennar sem ekki hefur skilað fúlgum í neina vasa, en yfirleitt sloppið án taps. Það sem háir hinsvegar Borgarnesi er að þau salarkynni sem til eru hafa sína annmarka.

Kirkjan er mjög góð fyrir minni uppákomur en enginn stærri salur og því hafa sprottið upp hugmyndir um „öðruvísi“ staði til tónlistarflutnings. Margir muna án efa eftir þeirri skemmtilegu hugmynd að flytja þjóðlega tónlist í Stefánshelli, en það var m.a. gert á vegum IsNord á síðasta ári. Jónína segir það hafi kostað nokkrar ferðir þangað uppeftir, sem ekki voru taldar eftir. Stigi var smíðaður niður í hellinn og þrep höggvin í snjóinn en uppátækið tókst vel. Í ár hefur annar staður verið valinn sem fyllir ekki flokk venjubundinna tónlistarhúsa á Íslandi. Útilegumannadagskrá verður flutt ofan í eldfjallinu Grábrók í Norðurárdal. Einnig verða tónleikar í Borgarneskirkju og á Indriðastöðum í Skorradal.

 

Blaðamaður settist í morgunkaffi á heimili Jónínu fyrir skömmu þar sem IsNord hátíðin var aðal umræðuefnið. Sjá ítarlegt viðtal við Jónínu Ernu í Skessuhorni vikunnar.

Sjónvarp Skessuhorns
Leit á vefnum
Fréttasafn
Næsta ár Fyrra ár
Mest lesið í vikunni
Aðsendar greinar
Hulda Hrönn Sigurðardóttir

Þjónusta við einstaklinga með ...

Ásmundur Einar Daðason

Ljósleiðari á hvert heimili

Bjarni Jónsson

Landsnet verði í samfélagseigu

Ólafur Óskarsson

Betri byggð, öruggari umferð

Lilja Rafney Magnúsdóttir

Spilavíti eru „Víti til varnað...

Frá mbl.is

Ekki tókst að sækja efni

Frá visir.is

Ekki tókst að sækja efni

Skessuhorn á Facebook Skessuhorn á LinkedIn Skessuhorn á Twitter Skessuhorn á Instagram Skessuhorn ehf. kt. 560103-3870 - Kirkjubraut 56, 300 Akranes - Sími 433 5500 - Ritstjórn skessuhorn@skessuhorn.is