Senda Skessuhorni fréttaskot
Spurning vikunnar
Hver er þinn uppáhalds mánuður
Áskrift að Skessuhorni
Færð á vegum
Vestfirðir Suð-Austurland Vesturland Austurland Norðurland Suð-Vesturland Landið allt Suðurland
27. maí. 2007 08:45

Meistaramót í skotfimi haldið á Akranesi

Fyrsta meistaramót Akraness í skotfimi með loftrifflum og loftskammbyssum fór fram í íþróttahúsinu við Vesturgötu á Akranesi sl. miðvikudag.  Skotfélag Akraness stóð fyrir mótinu sem var opið öllum og viðurkennt til meta og flokka af Skotíþróttasambandinu. Skotfélagsmenn lyftu grettistaki við undirbúning mótsins en í lauslegri samantekt kemur fram að um 80 vinnustundir hafi farið í að setja upp völl og ganga frá að móti loknu.  Hér sannaðist enn og aftur að margar hendur vinna létt verk og var fullbúinn, löglegur völlur settur upp á þriðjudagkvöldinu og tekinn niður aftur þegar móti lauk á tíunda tímanum á miðvikudagskvöldið.

20 keppendur skráðu sig til keppni og voru þar á ferðinni m.a. allir landsliðsmenn í báðum greinum.  Árangur keppenda á mótinu var með besta móti og setti Guðbjörg Perla Jónsdóttir, Skotfélagi Akraness, Íslandsmet í loftskammbyssu stúlkna, 286 stig og bætti þar með eigið met um 39 stig.  Ásgeir Sigurgeirsson úr Skotfélagi Reykjavíkur var aðeins einu stigi frá því að jafna 14 ára gamalt Íslandsmet Ólafs Jakobssonar. Keppnin var tvíþætt, þ.e. heildarmótið sem allir tóku þátt í og svo börðust heimamenn innbyrðis um titilinn Akranesmeistari í loftskammbyssu.

 

Efstu á mótinu urðu:

 

Loftskammbyssa karla:

1. sæti  Ásgeir Sigurgeirsson  SR

2. sæti  Þorsteinn Guðjónsson ÍFL

3. sæti  Hannes Tómasson SR

 

Loftskammbyssa kvenna:

1. sæti Kristína Sigurðardóttir ÍFL

2. sæti Jórunn Harðardóttir SR

3. sæti Jóhanna Heiður Gestsdóttir SKA

 

Loftriffill:

1. sæti Guðmundur Helgi Christensen SR

2. sæti Arnfinnur Jónsson SK

3. sæti Hörður Lárusson SR

 

Akranesmeistarar:

Loftskammbyssa karla: Jón S. Ólason

Loftskammbyssa kvenna: Jóhanna Heiður Gestsdóttir

Loftskammbyssa drengja: Pétur Ingi Jónsson

Loftskammbyssa stúlkna: Guðbjörg Perla Jónsdóttir

Sjónvarp Skessuhorns
Leit á vefnum
Fréttasafn
Næsta ár Fyrra ár
Mest lesið í vikunni
Aðsendar greinar
Hulda Hrönn Sigurðardóttir

Þjónusta við einstaklinga með ...

Ásmundur Einar Daðason

Ljósleiðari á hvert heimili

Bjarni Jónsson

Landsnet verði í samfélagseigu

Ólafur Óskarsson

Betri byggð, öruggari umferð

Lilja Rafney Magnúsdóttir

Spilavíti eru „Víti til varnað...

Frá mbl.is

Ekki tókst að sækja efni

Frá visir.is

Ekki tókst að sækja efni

Skessuhorn á Facebook Skessuhorn á LinkedIn Skessuhorn á Twitter Skessuhorn á Instagram Skessuhorn ehf. kt. 560103-3870 - Kirkjubraut 56, 300 Akranes - Sími 433 5500 - Ritstjórn skessuhorn@skessuhorn.is