Senda Skessuhorni fréttaskot
Spurning vikunnar
Hver er þinn uppáhalds mánuður
Áskrift að Skessuhorni
Færð á vegum
Vestfirðir Suð-Austurland Vesturland Austurland Norðurland Suð-Vesturland Landið allt Suðurland
31. maí. 2007 11:29

Áhugi fyrir stofnun Markaðsstofu Vesturlands

Fulltrúar nokkurra aðila sem tengjast ferðaþjónustu á Vesturlandi og hagsmunasamtökum hennar, sveitarfélaga og Vaxtarsamnings Vesturlands funduðu í síðustu viku m.a. um hugsanlega stofnun Markaðsstofu Vesturlands. Nú er nokkur fjöldi stofnana, fyrirtækja, félaga og hópa sem koma að stuðningi við ferðaþjónustu með ýmsum hætti. Af þeim sökum telja menn að opinbert fjármagn sem til greinarinnar er veitt nýtist ekki sem skyldi og færa fyrir því rök að kröftunum sé dreift fullvíða. Má þar nefna Ferðamálasamtök Vesturlands, Upplýsinga- og kynningarmiðstöð Vesturlands, ýmis svæðisbundin ferðamálafélög í landshlutanum, einstök sveitarfélög, klasahópinn All Senses og Samtök sveitarfélaga á Vesturlandi. Þessir hópar, félög og stofnanir hafa þannig svipuð markmið að stefna á en vinna að takmörkuðu leyti saman. Eftir að gengið var frá samningi um Vaxtarsamning Vesturlands á síðasta ári liggur fyrir að aukið fjármagn mun fást frá hinu opinbera til ferðaþjónustu og stuðnings annarra atvinnugreina í gegnum samninginn.

“Ný stjórn Ferðamálasamtaka Vesturlands átti frumkvæði að því að boða fulltrúa allra þessara hagsmunaaðila til fundar í síðustu viku. Við sem í ferðaþjónustu störfum teljum að hægt væri að áorka meiru með því að stofna eitt öflugt félag sem tæki m.a. yfir markaðssetningu landshlutans í ferðaþjónustu og e.t.v. önnur verkefni. Við sjáum fyrir okkur að allir sem hagsmuna hafa að gæta eigi þess kost að taka þátt í stofnun Markaðsstofu Vesturlands og hún verði það burðug að geta t.d. haldið opinni skrifstofu allt árið með 3-4 starfsmönnum sem sinni öflugu markaðsstarfi. Þá sjáum við fyrir okkur að t.d. núverandi starfsemi UKV myndi falla undir Markaðsstofuna, hlutverk Ferðamálasamtakanna að mestu auk þess sem hún sæi um verkefna á sviði netmiðlunar, prentútgáfu og annað kynningarstarf,” sagði Unnur Halldórsdóttir, formaður Ferðamálasamtaka Vesturlands í samtali við Skessuhorn.

 

Unnur telur að fundurinn sem haldinn var sl. fimmtudag hafi verið tímamótafundur í þeim skilningi að opna fyrir umræðuna um breytta og bætta starfshætti í markaðsmálum og þjappaði um leið aðilum saman. “Það var samþykkt að næstu skref yrðu að skipa undirbúningshóp til að vinna að verkefninu og mun Torfi Jóhannesson, verkefnisstjóri Vaxtarsamnings Vesturlands kalla hópinn saman. Það verður því aftur haldinn fundur í júnímánuði og vonandi getum við unnið þetta mál hratt með það að markmiði að stofan taki til starfa ekki síðar en um næstu áramót,” sagði Unnur.

 

Aðspurður sagðist Torfi Jóhannesson, verkefnisstjóri Vaxtarsamnings fyrirhugaða stofnun Markaðsstofu fyrir ferðaþjónustu vel geta nýst öðrum atvinnugreinum og landshlutanum sem heild á ýmsan hátt. “Við þurfum e.t.v. að líta á þetta sem tækifæri fyrir landshlutann út frá breiðari grunni en ferðaþjónustu einvörðungu. Markaðsstofa Vesturlands gæti t.d. haft það að leiðarljósi að markaðssetja Vesturland í heild sem gott svæði til atvinnuupbyggingar, náms og sem vænlegan búsetukost. Menn sjá það fljótt að markaðssetning fyrir ferðamenn á margt skylt við aðrar greinar atvinnulífsins og mitt mat er því að með stuðningi ríkis og sveitarfélaga í gegnum Vaxtarsamninginn geti Markaðsstofa gagnast svæðinu í heild, þó e.t.v. verði ferðamál veigamesti þátturinn í starfseminni.” Torfi svaraði því aðspurður að ekki væri enn farið að ræða hvort Markaðsstofa verði hlutafélag eða rekin með öðru formi, en vonaðist til að það skýrðist fljótlega, eða þegar undirbúningshópurinn færi að starfa.

Sjónvarp Skessuhorns
Leit á vefnum
Fréttasafn
Næsta ár Fyrra ár
Mest lesið í vikunni
Aðsendar greinar
Hulda Hrönn Sigurðardóttir

Þjónusta við einstaklinga með ...

Ásmundur Einar Daðason

Ljósleiðari á hvert heimili

Bjarni Jónsson

Landsnet verði í samfélagseigu

Ólafur Óskarsson

Betri byggð, öruggari umferð

Lilja Rafney Magnúsdóttir

Spilavíti eru „Víti til varnað...

Frá mbl.is

Ekki tókst að sækja efni

Frá visir.is

Ekki tókst að sækja efni

Skessuhorn á Facebook Skessuhorn á LinkedIn Skessuhorn á Twitter Skessuhorn á Instagram Skessuhorn ehf. kt. 560103-3870 - Kirkjubraut 56, 300 Akranes - Sími 433 5500 - Ritstjórn skessuhorn@skessuhorn.is