03. júní. 2007 01:21
Enginn laxa veiddist á fyrsta degi sem mátti veiða í Straumunum í Borgarfirði, en þar hófst laxveiðin á þessu sumri þann 1. júní. Norðurá verður ekki opnuð fyrr en 5. júní, en lax hefur sést í ánni en ekki í miklum mæli. Erfiðar aðstæður voru á svæðinu við Straumana á fyrsta degi; mjög hvasst og ekki sást mikið líf, nema þá helst fuglalíf. Það voru alvanir veiðimenn sem hófu veiðiskapinn; Sturla Birgisson veitingamaður og Börn K. Rúnarsson verslunarmaður. Þrælvanir veiðimenn frá bökkum Vatnsdalsár til fjölda ára en það dugði ekki til. En það kemur dagur eftir þennan dag og aldrei að vita hvað gerist næstu daga á svæðinu.