04. júní. 2007 12:49
Árleg menningarhátíð BSRB verður haldin í Munaðarnesi nk. laugardag, 9. júní kl. 14.00. Opnuð verður sýning á verkum Guðbjargar Hákonardóttur – Guggu. Á hátíðinni verður að venju boðið upp á tónlist og upplestur. Auður Hafsteinsdóttir fiðluleikari, Bryndís Halla Gylfadóttir sellóleikari og Steinunn Birna Ragnarsdóttir píanóleikari flytja tónlist. Steinunn Sigurðardóttir les úr eigin verkum. Þá flytur Ögmundur Jónasson formaður BSRB ávarp. Boðið er upp á veitingar. Sýningin er opin á afgreiðslutíma veitingahússins Kaffi Paradís til 1. október.