05. júní. 2007 09:44
Fyrsti laxinn í sumar kom á land við Norðurá þegar aðeins voru 20 mínútur liðnar frá opnun. Það var Bjarni F. Júlíusson, formaður Stangveiðifélags Reykjavíkur, sem landaði laxinum. Skömmu síðar veiddi Þorsteinn Ólafsson annan tólf punda á Stokkhylsbrotinu. Síðustu tvö sumur hefur ekki veiðst lax á fyrsta degi sumarsins í Norðurá. Bjarni setti í tíu punda hrygnu, 74 cm. að lengd og tók hún svarta túpuflugu Black Eyed Prawn. Eftir að hún hafði verið mæld var henni sleppt. Hrygnan veiddist í Brotinu, neðan við Laxfoss.