Senda Skessuhorni fréttaskot
Spurning vikunnar
Hver er þinn uppáhalds mánuður
Áskrift að Skessuhorni
Færð á vegum
Vestfirðir Suð-Austurland Vesturland Austurland Norðurland Suð-Vesturland Landið allt Suðurland
06. júní. 2007 12:42

Fyrstu skógfræðingarnir útskrifast frá LBHÍ

Brautskráning frá Landbúnaðarháskóla Íslands fór fram síðastliðinn föstudag og fór athöfnin fram í Reykholtskirkju. Þetta er í þriðja skipti sem skólinn útskrifar nemendur eftir stækkun hans og í ár voru það 38 nemendur sem brautskráðust. Búfræðideild brautskráði 7 nemendur, 10 nemendur luku prófi í búvísindum og 15 á sviði umhverfisskipulags. Þá útskrifuðust fyrstu skógfræðingarnir en þeir voru þrír talsins og einn nemandi útskrifaðist af nýrri deild náttúru– og umhverfisfræða. Að auki luku tveir nemendur meistaraprófi, einn af auðlindadeild og annar af umhverfisdeild.

Verðlaun fyrir bestan árangur á BS prófi fékk Guðfinna Harpa Árnadóttir með lokaeinkunnina 8,88 en hún fékk einnig verðlaun fyrir bestan árangur á búvísindabraut og fyrir lokaverkefni á BS prófi. Á búfræðiprófi fékk Guðlaug Björk Guðlaugsdóttir hæstu einkunn. Þessir nemendur og fjöldi sem útskrifuðust fengu viðurkenningar skólans, fyrirtækja og stofnana fyrir námsárangur og ástundun. Allir nemendur fengu síðan birkiplöntur frá skólanum auk bókaverðlauna.

Í ræðu Ágústar Sigurðssonar, rektors skólans kom fram að fyrirætlan ríkisstjórnarinnar, um að flytja menntastofnanir landbúnaðarins undir ráðuneyti menntamála, hugnist skólanum vel og benti hann jafnframt á að fullkomlega eðlilegt þyki að flokka allar íslenskar menntastofnanir undir sama fagráðuneytið. Þá sagði rektor að hér sé fyrst og fremst um að ræða skipulagslega breytingu sem tryggir enn betur en áður sterka innviði skólans. “Við hlökkum einfaldlega til að þess að takast á við þessar breytingar með góðum undirbúningi og í nánu samstarfi við ráðuneyti landbúnaðar-, mennta- og fjármála,” segir hann orðrétt.

Fjölmenni var viðstatt athöfnina og meðal gesta var nýskipaður landbúnaðarráðherra Einar K. Guðfinnsson, sem hélt ávarp. Hann óskaði starfsfólki og nemendur Landbúnaðarháskóla Íslands farsældar og væntir þess að fá að eiga gott og náið samstarf við skólastofnunina sem íslenskum landbúnaði er svo nauðsynleg.

Sjónvarp Skessuhorns
Leit á vefnum
Fréttasafn
Næsta ár Fyrra ár
Mest lesið í vikunni
Aðsendar greinar
Hulda Hrönn Sigurðardóttir

Þjónusta við einstaklinga með ...

Ásmundur Einar Daðason

Ljósleiðari á hvert heimili

Bjarni Jónsson

Landsnet verði í samfélagseigu

Ólafur Óskarsson

Betri byggð, öruggari umferð

Lilja Rafney Magnúsdóttir

Spilavíti eru „Víti til varnað...

Frá mbl.is

Ekki tókst að sækja efni

Frá visir.is

Ekki tókst að sækja efni

Skessuhorn á Facebook Skessuhorn á LinkedIn Skessuhorn á Twitter Skessuhorn á Instagram Skessuhorn ehf. kt. 560103-3870 - Kirkjubraut 56, 300 Akranes - Sími 433 5500 - Ritstjórn skessuhorn@skessuhorn.is