06. júní. 2007 04:35
Föstudaginn 1. júní sl. komu nýráðnir kennarar við Menntaskóla Borgarfjarðar saman til fundar ásamt stjórnendum skólans í Landnámssetrinu. Mjög góð viðbrögð voru við auglýsingu um lausar kennarastöður, eins og fram kom í Skessuhorni, en 30 umsóknir bárust um alls 7 stöður. Menntaskóli Borgarfjarðar verður settur 22. ágúst 2007.
Eftirfarandi kennarar hafa verið ráðnir til starfa og munu vinna í sumar að undirbúningi skólastarfs:
Ásdís Haraldsdóttir, íslenska
Bylgja Mist Gunnarsdóttir, starfsbraut
Guðmundur Karl Bjarnason, upplýsingatækni og dreifnám
Ingibjörg Ingadóttir, enska
Ívar Örn Reynisson, samfélagsgreinar
Sigfríður Guðný Theódórsdóttir, stærðfræði
Þóra Árnadóttir, náttúruvísindi
Sigurður Örn Sigurðsson, íþróttir
Lilja S. Ólafsdóttir, aðstoðarskólameistari mun einnig kenna íslensku.