06. júní. 2007 02:16
Vortónleikar Grundartangakórsins verða haldnir í kvöld, miðvikudagskvöldið 6. júní kl. 20:00 í Vinaminni á Akranesi. Um er að ræða létta og skemmtilega dagskrá sem kórinn mun einnig flytja í tónleikaferð sinni til Ítalíu í enda mánaðarins. Einnig koma fram á tónleikunum Tindatríóið og einsöngvararnir Smári Vífilsson, Bjarni Atlason og Guðlaugur Atlason. Stjórnandi kórsins er Atli Guðlaugsson. Undirleikarar eru Flosi Einarsson á píanó og Sigurbjörn Kári Hlynsson á gítar. Aðgangseyrir er kr. 1.000.
(fréttatilkynning)