Senda Skessuhorni fréttaskot
Spurning vikunnar
Hver er þinn uppáhalds mánuður
Áskrift að Skessuhorni
Færð á vegum
Vestfirðir Suð-Austurland Vesturland Austurland Norðurland Suð-Vesturland Landið allt Suðurland
06. júní. 2007 06:23

Sumarbústaður brann til grunna vestan Gufuár

Síðdegis í dag kom upp eldur í sumarbústað í landi Beigalda í Borgarbyggð, en húsið stendur skammt austan við Gufuá í fyrrum Borgarhreppi. Slökkvilið Borgarness var kallað út en húsið brann til grunna á innan við klukkutíma og var ekki við neitt ráðið. Slökkvistarfi lauk nú á nítjánda tímanum en auk brunans þurftu slökkviliðsmenn að slökkva glæður í logandi lyngi og sinu umhverfis húsið. Eigandi sumarhússins var að vinna utan við það þegar hann varð var við þrusk innandyra og þegar hann opnar útidyrahurðina verður mikil sprenging og húsið verður alelda á svipstundu. "Það hefði ekkert verið hægt að gera því húsið varð alelda á skömmum tíma. Ég þakka mínum sæla fyrir að enginn var inni í húsinu," sagði eldri maður, eigandi hússins í samtali við Skessuhorn.

Húsið var 55 fermertrar að stærð og tæplega 40 ára gamalt, þriðja elsta sumarhúsið sem upphaflega reis á þessum slóðum vestan Gufuár. Eigandinn kvaðst aðspurður ekki viss um hvort húsið væri tryggt, en sagði tilfinningalegt tjón meira en fjárhagslegt. Hann taldi sjálfur líklegt að kviknað hafi í út frá olíuofni sem hann notaði til kyndingar, en vildi þó ekkert fullyrða um það.

Sjónvarp Skessuhorns
Leit á vefnum
Fréttasafn
Næsta ár Fyrra ár
Mest lesið í vikunni
Aðsendar greinar
Hulda Hrönn Sigurðardóttir

Þjónusta við einstaklinga með ...

Ásmundur Einar Daðason

Ljósleiðari á hvert heimili

Bjarni Jónsson

Landsnet verði í samfélagseigu

Ólafur Óskarsson

Betri byggð, öruggari umferð

Lilja Rafney Magnúsdóttir

Spilavíti eru „Víti til varnað...

Frá mbl.is

Ekki tókst að sækja efni

Frá visir.is

Ekki tókst að sækja efni

Skessuhorn á Facebook Skessuhorn á LinkedIn Skessuhorn á Twitter Skessuhorn á Instagram Skessuhorn ehf. kt. 560103-3870 - Kirkjubraut 56, 300 Akranes - Sími 433 5500 - Ritstjórn skessuhorn@skessuhorn.is