07. júní. 2007 11:15
Héraðssamband Snæfellsnes- og Hnappadalssýslu hefur, í samstarfi við Grundarfjarðarbæ, sótt um að fá að halda unglingalandsmót UMFÍ árið 2009. Til vara var sótt um að fá að halda mótið árið 2010 ef hitt gengur ekki eftir. Grundarfjarðarbær sótti um að fá að halda mótið árið 2008 en það fékkst ekki. Skessuhorn hefur greint frá þessum fyrirætlunum HSH og af því tilefni sagði Garðar Svansson, formaður, að mótið yrði mikil lyftistöng fyrir bæjarfélagið og raunar Snæfellsnes allt. Hann sagði að mörgu leyti henta Grundfirðingum betur að halda mótið árið 2010 með tilliti til framkvæmda við nýja íþróttamiðstöð.