07. júní. 2007 03:41
Skagamaðurinn Arnór Smárason, sem leikur með hollenska liðinu Heerenveen, lék alla þrjá leiki U-19 ára landsliðs Íslands í knattspyrnu í milliriðli Evrópumótsins sem leikinn var um síðustu helgi í Halden í S-Noregi. Íslendingar enduðu í öðru sæti riðilsins á eftir Evrópumeisturum Spánverja sem unnu alla sína leiki. Ísland hóf mótið á að tapa fyrir Spáni 2-3 og tapaði einnig fyrir Noregi 3-4. Liðið vann síðan Asjerbaijan 5-2. Arnór skoraði fyrir sitt lið gegn bæði Noregi og Asjerbaijan og var markið gegn Norðmönnum sérlega glæsilegt. Arnór vippaði þá yfir markmanninn af 40 metra færi sem hafði hætt sér of framarlega í vítateignum.