09. júní. 2007 02:10
Búið er að ráða flokksstjóra til unglingavinnunnar að Reykhólum. Verið er að skipuleggja sumarið en þeir unglingar sem áhuga hafa á að starfa í unglingavinnunni þurfa að skila umsóknum á skrifstofu hreppsins sem fyrst. Rétt til vinnu hafa unglingar fæddir 1991-1994 og þarf að gefa upp fullt nafn og kenntölu á umsóknum. Skipulag vinnunnar er ekki komið á hreint og ekki búið að taka ákvörðun um vinnutíma. Á myndinni, sem fengin er af heimasíðu Reykhólahrepps, má sjá krakka í unglingavinnunni njóta veitinga á góðri stundu á Grund.