11. júní. 2007 07:32
 |
Grétar, Bryndís, Ágúst og Reynir, stjórnendur Háskólans |
Á háskólahátíð á Bifröst sl. laugardag gerði Ágúst Einarsson, rektor skólans að umræðuefni í ræðu sinni þá miklu vinnu sem núverandi stjórnendur hefðu þurft að leggja í til að rétta fjárhagsstöðu skólans af. Þeirri vinnu væri nú lokið og að hans sögn er skólinn nú rekinn með hagnaði. Ágúst sagði m.a.: “Fyrrverandi stjórnendur skólans skildu eftir sig mjög alvarlega fjárhagsstöðu og verulegt tap síðasta eina og hálfa árið. Það hefur farið mikil orka í að rétta skólann af en það hefur tekist og núna er Háskólinn á Bifröst rekinn með nokkrum hagnaði og svo skal verða áfram.