10. júní. 2007 08:41
Bílvelta varð í Hvalfjarðargöngunum um sjöleytið í kvöld og var göngunum lokað af þeim sökum. Einn maður var í bílnum sem valt en hann var kominn út úr honum þegar lögreglu bar að og er því ekki mikið slasaðaur. Ekki liggur fyrir hvers vegna bíllinn valt. Búist er við að göngin verði lokuð í að minnsta kosti tvær klukkustundir á meðan hreinsunarstarf stendur yfir. Lögregla bendir vegfarendum á að fara um Hvalfjörðinn á meðan.