12. júní. 2007 10:12
Í morgun kom fyrsta skemmtiferðaskip sumarsins til Grundarfjarðar. Skipið heitir Arielle og er 23.200 tonn að stærð og 194 metra langt. Arielle flytur 943 farþega og er með 412 manna áhöfn. Þetta er fyrsta skemmtiferðaskipið af 10 sem áætlað er að komi við í Grundarfirði sumarið 2007. Farið var með hluta farþeganna í hringferð um Snæfellsnes í morgun á 6 rútubílum. Skipið fer aftur frá Grundarfirði eftir hádegið.
Ljósm. Sverrir Karlsson.