Senda Skessuhorni fréttaskot
Spurning vikunnar
Hver er þinn uppáhalds mánuður
Áskrift að Skessuhorni
Færð á vegum
Vestfirðir Suð-Austurland Vesturland Austurland Norðurland Suð-Vesturland Landið allt Suðurland
12. júní. 2007 11:22

Framkvæmdastjórinn ánægður með Borgfirðingahátíðina

Frá tónleikum IsNord í Grábrókargíg
Kristín Markúsdóttir, framkvæmdastjóri UMSB, segist ánægð með hvernig til hefði tekist með Borgfirðingahátíð, sem stóð yfir um síðustu helgi. „Þetta er í fyrsta sinn sem ég stend að svona og ég er mjög ánægð með hátíðina. Veðrið hjálpaði mikið til og það var gaman að fá að taka þátt í þessu.“ Kristín segir ekki vitað hve margir mættu á viðburði hátíðarinnar, enda þeir fjölmargir. Á Hvanneyri hafi hins vegar mætt vel á annað þúsund manns á sunnudeginum. Þá hafi verið góð þátttaka á dagskrárliði IsNord tónlistarhátíðarinnar sem fram fór samhliða Borgfirðingahátíð. Kristín segir ekkert eitt standa upp úr, dagskráin á íþróttasvæðinu á laugardeginum hafi verið skemmtileg, sérstaklega fyrir börnin og mjög vel hafi heppnast með sunnudaginn á Hvanneyri. Þá hafi morgunverðurinn í Skallagrímsgarði heppnast sérstaklega vel.

Kristín segir að hátíðin sé búin að festa sig í sessi, þó vissulega megi alltaf betrumbæta allt. „Maður rennir blint í sjóinn þegar maður gerir hlutina í fyrsta sinn og sér það síðar að sumt hefði mátt gera öðruvísi. Ég vil hins vegar þakka öllu því góða fólki sem aðstoðaði við að gera hátíðina að veruleika og íþróttafélögunum sem aðstoðuðu okkur. Ég verð sérstaklega að nefna Guðmund Hallgrímsson á Hvanneyri sem er snillingur í að koma með góðar hugmyndir. Að lokum vil ég bara hvetja Borgnesinga til að taka betur þátt í hátíðinni í framtíðinni. Við eigum að nýta okkur það þegar boðið er upp á svona viðburði, hinsvegar var ánægjulegt hve margir brottfluttir Borgfirðingar heimsóttu héraðið,“ sagði Kristín að lokum.

 

Í Skessuhorni sem kemur út á morgun er fjöldi mynda og frásögn frá hátíðinni um síðustu helgi.

Sjónvarp Skessuhorns
Leit á vefnum
Fréttasafn
Næsta ár Fyrra ár
Mest lesið í vikunni
Aðsendar greinar
Hulda Hrönn Sigurðardóttir

Þjónusta við einstaklinga með ...

Ásmundur Einar Daðason

Ljósleiðari á hvert heimili

Bjarni Jónsson

Landsnet verði í samfélagseigu

Ólafur Óskarsson

Betri byggð, öruggari umferð

Lilja Rafney Magnúsdóttir

Spilavíti eru „Víti til varnað...

Frá mbl.is

Ekki tókst að sækja efni

Frá visir.is

Ekki tókst að sækja efni

Skessuhorn á Facebook Skessuhorn á LinkedIn Skessuhorn á Twitter Skessuhorn á Instagram Skessuhorn ehf. kt. 560103-3870 - Kirkjubraut 56, 300 Akranes - Sími 433 5500 - Ritstjórn skessuhorn@skessuhorn.is