12. júní. 2007 01:57
Bæjarráð Akraness hefur samþykkt að fjölga stöðugildum við Tónlistarskóla Akraness um tvö. Þetta var gert að tillögu sviðsstjóra fræðslu-, tómstunda- og umhverfissviðs og er fjárveitingu vísað til endurskoðunar fjárhagsáætlunar 2007. Með þessu er verið að bregðast við aukinni aðsókn í skólann, en biðlistar hafa verið að honum undanfarið. Jón Pálmi Pálsson, bæjarritari, segist ekki reikna með að með þessu takist að tæma biðlistana alveg, en þetta eigi að geta tekið dágóðan kúf af þeim. Nýja mannvirkið verði nýtt betur með þessu. Aukin aðsókn í Tónlistarskólann sé til marks um það hve bæjarfélagið fer ört stækkandi, en íbúum Akraness hefur fjölgað um 2,2% frá síðustu áramótum.