12. júní. 2007 04:29
Landsmót ungmenna á aldrinum 11-18 ára verður haldið á Höfn í Hornafirði dagana 3. – 5. ágúst og stefnir HSH á að fara með keppendur í sem flestum greinum, en keppt verður í frjálsum íþróttum, glímu, hestaíþróttum, knattspyrnu, krakkablaki, körfuknattleik, skáki og sundi. Þá verður í fyrsta skipti keppt í mótorcrossi. Á næstu dögum mun öllum ungmennum á aldrinum11-18 ára berast bréf frá Landmótsnefnd HSH þar sem mótið og fyrirkomulag er kynnt nánar, hvar á að skrá sig, keppnisgjöld o.fl. Sjá einnig inn á www.hsh.is
Allir á þessum aldri eru velkomnir á mótið hvort sem þeir eru nú þegar að æfa eða ekki.