15. júní. 2007 10:40
Skipverjar á Hamri SH 224 frá Rifi lönduðu tveimur hákörlum í heimahöfn í síðustu viku sem þeir höfðu fengið á djúpslóðinni fyrir vestan, alveg undir ísnum. Kristinn Friðþjófsson, útgerðarmaður segir að það sé orðið mjög sjaldgæft að koma með hákarl að landi. Það sé af sem áður var þegar hákarlinn var í Kollálnum og eyðilagði hölin, sérstaklega beinhákarlinn. Nú þurfi að fara á kaldari hafssvæði á meira dýpi fyrir norðan til að fá hákarl. Hildibrandur Bjarnason í Bjarnarhöfn fékk hákarlana til verkunar.