14. júní. 2007 07:30
Viðræður um framkvæmdir á Þjóðvegi 1 frá Grafarkoti í Stafholtstungum að Hraunsnefi í Norðurárdal eru í gangi milli Vegagerðarinnar og lægstbjóðanda. Eins og fram hefur komið í fréttum Skessuhorns átti KNH lægsta tilboðið og eru viðræður hafnar við forsvarsmenn fyrirtækisins um framkvæmd verksins, að sögn Gunnars Gunnarssonar aðstoðar vegamálastjóra. KNH sá einnig um gerð kaflans frá Gljúfurá að Grafarkoti.