Senda Skessuhorni fréttaskot
Spurning vikunnar
Hver er þinn uppáhalds mánuður
Áskrift að Skessuhorni
Færð á vegum
Vestfirðir Suð-Austurland Vesturland Austurland Norðurland Suð-Vesturland Landið allt Suðurland
13. júní. 2007 02:22

Þriðji flokkur ÍA í umhverfishreinsun

Þriðji flokkur drengja í knattspyrnu hjá ÍA er á leið á alþjóðlegt knattspyrnumót í Svíþjóð. Leitað var til bæjarfélagsins um fjárstyrk og í stað þess að veita fararstjóra styrk, líkt og venja hefur verið, ákvað bæjarstjórn að bjóða strákunum vinnu í staðinn. Þeir voru ráðnir til að hreinsa rusl meðfram þjóðveginum frá Akranesi að sorpmóttökustöð Gámu. Á þessari leið safnast reglulega saman mikið rusl, ekki síst vegna þess að bílstjórar breiða ekki yfir kerrur þegar farið er með rusl í Gámu. Þessi spotti var því af mörgum talinn einn sóðalegasti vegarkafli við þjóðveg á Vesturlandi og því ekki úr vegi að gera þar átak. Þriðji flokkur tók verkið að sér fyrir tímakaup og stendur uppi með mun hærri upphæð en nokkurn tímann hefði fengist til styrkur, þó endanleg upphæð liggi ekki fyrir, þar sem eftir á að skila inn reikningum.

Gísli S. Einarsson bæjarstjóri segir að hugmyndin að þessu hafi komið frá bæjaryfivöldum. Hann segir menn þar á bæ vera himinlifandi yfir vinnunni, strákarnir hafi staðið sig ótrúlega vel. „Í stað þess að eiga ljótustu aðkomu að bæjarfélagi er hún nú snyrtileg og falleg.“ Gísli segir að framhald verði á þessari fjáröflunarleið. Þannig muni Djamboorifarar úr skátunum hreinsa Langasand frá Höfða að Sementsverksmiðjunni á tímakaupi og félögum í karatafélaginu hafi verið boðið sambærilegt verkefni. Katla Hallsdóttir, foreldrafulltrúi þriðja flokks, segir að hreinsunin hafi gengið rosalega vel, en þetta hafi verið mikil vinna. Alls hafi safnast saman 14 bílhlöss af rusli svo ekki hafi verið vanþörf á hreinsuninni. Hún segir að þetta sé sniðug leið til fjáröflunar og veki krakkana líka til umhugsunar um umhverfið og hverju er hent.

 

Mótið sem þriðji flokkur er á leið á er í Gautaborg og heitir Gothia Cup. Þetta er alþjóðlegt mót og hefur verið haldið síðan árið 1975 og hafa um 730 þúsund krakkar frá 124 löndum tekið þátt. Skagastrákarnir verða úti í viku og etja kappi við knattspyrnumenn allsstaðar að úr heiminum.

 

Sjá fleiri myndir úr hreinsunarátakinu í Skessuhorni sem kom út í dag. Ljósm. Hilmar Sigvaldason.

 

Sjónvarp Skessuhorns
Leit á vefnum
Fréttasafn
Næsta ár Fyrra ár
Mest lesið í vikunni
Aðsendar greinar
Hulda Hrönn Sigurðardóttir

Þjónusta við einstaklinga með ...

Ásmundur Einar Daðason

Ljósleiðari á hvert heimili

Bjarni Jónsson

Landsnet verði í samfélagseigu

Ólafur Óskarsson

Betri byggð, öruggari umferð

Lilja Rafney Magnúsdóttir

Spilavíti eru „Víti til varnað...

Frá mbl.is

Ekki tókst að sækja efni

Frá visir.is

Ekki tókst að sækja efni

Skessuhorn á Facebook Skessuhorn á LinkedIn Skessuhorn á Twitter Skessuhorn á Instagram Skessuhorn ehf. kt. 560103-3870 - Kirkjubraut 56, 300 Akranes - Sími 433 5500 - Ritstjórn skessuhorn@skessuhorn.is