15. júní. 2007 11:34
Sparisjóðshlaupið fór fram í Borganesi á sunnudaginn í tengslum við Borgfirðingahátíð. Fjöldi manns tók þátt í hlaupinu að þessu sinni, enda veður hið besta og aðstæður allar eins og best verður á kosið. Hlaupið var 15 kílómetra boðhlaup með fimm þátttakendum í hverri sveit og urðu að minnsta kosti tvær konur að vera í hverri sveit. Hver hlaupari þurfti að hlaupa einn kílómetra þrisvar sinnum og fengu allir hlauparar viðurkenningu fyrir hlaupið, sem og þrjár fyrstu sveitirnar. Sparisjóður Mýrasýslu er styrktaraðili hlaupsins sem tókst vel í alla staði. Í fyrsta sæti varð sveit Íslendings á 33,12 mínútum, sveit Skallagríms varð í öðru sæti á 33,32 mínútum og sveit Dagrenningar í þriðja á 36,14 mínútum.