14. júní. 2007 10:05
Tryggvi Gunnarsson í Flatey hefur tekið að sér að vera fulltrúi Stangveiðifélags Reykjavíkur í Hraunsfirði. Verður hann veiðimönnum innan handar er þörf krefur í sumar, svarar í síma og sér um ruslamál. Þá skráir hann niður og heldur utan um fjölda veiðimanna á svæðinu þegar hann er þar á ferð. Þeir sem fara til veiða í Hraunsfjörð eru beðnir að hafa samband við Tryggva í síma 893-0000 eða 853-0000, eða senda póst á tryggvi@flatey.is með upplýsingar um fjölda veiðimanna og árangur veiðinnar. Markmiðið með þessu er að meta veiðiálagið á svæðinu eins og kostur er og er þetta hugsað sem undafari rannsókna á lífríki svæðisins sem munu væntanlega fara fram næsta sumar.