14. júní. 2007 12:00
Skagamenn fara í Kópavoginn í kvöld og mæta Blikum á Kópavogsvelli klukkan 19:15. ÍA verður með óbreytt lið frá því í síðasta leik, en Björn Bergmann á enn við smátognun að stríða og getur ekki verið með. Skaginn átti stórleik í síðustu umferð þegar liðið lagði KR 3-1 á heimavelli. ÍA er nú í sjöunda sæti deildarinnar með fimm stig eftir fimm leiki. Liðið hefur unnið einn leik, gert tvö jafntefli og tapað tveimur, skorað níu mörk og fengið á sig jafn mörg. Breiðablik gerði enn eitt jafnteflið í síðustu umferð, að þessu sinni við Víking 1-1. Blikarnir eru í áttunda sæti deildarinnar, hafa ekki unnið leik, tapað einum og gert fjögur jafntefli, skorað fjögur mörk og fengið á sig fimm. Leiki ÍA eins og þeir gerðu á móti KR er óhætt að vera bjartsýnn á úrslit leiksins í kvöld.