Senda Skessuhorni fréttaskot
Spurning vikunnar
Hver er þinn uppáhalds mánuður
Áskrift að Skessuhorni
Færð á vegum
Vestfirðir Suð-Austurland Vesturland Austurland Norðurland Suð-Vesturland Landið allt Suðurland
15. júní. 2007 03:45

Vilja nefnd til að kanna vinnubrögð Hafró

Bæjarstjórn Snæfellsbæjar hefur ályktað vegna tillögu Hafrannsóknarstufnunar fyrir fiskveiðiárið 2007-2008. Er þar lýst þungum áhyggjum yfir tillögunum og hún sögð vera í hrópandi ósamræmi við liðna vertíð. Þá kemur fram að sveitarfélög við Breiðafjörð verði fyrir miklum tekjumissi veðri farið að tillögum Hafró og erfitt sé að sjá hvernig þau eigi að komast í gegnum það. Þá vill bæjarstjórnin að sjávarútvegsráðherra skipi nefnd til að fara yfir vinnubrögð Hafró.

 

Hér er ályktunin í heild sinni:

 

“Bæjarstjórn Snæfellsbæjar lýsir þungum áhyggjum vegna tillagna Hafrannsóknarstofnunarinnar fyrir fiskveiðiárið 2007-2008.

 

Að mati bæjarstjórnar Snæfellsbæjar lýsa þessar tillögur þeirri staðreynd að mikið vantar upp á vísindalega þekkingu og rannsóknir á þorskstofninum hér við land.

 

Ljóst er að tillögur Hafrannsóknarstofnunar eru í hrópandi ósamræmi við liðna vertíð sem er ein sú besta sem verið hefur við Breiðafjörð í langan tíma, þrátt fyrir að stór hluti fiksveiðiflotans hafi reynt að forðast þorsk eins og hægt var.  Stærð fisksins og holdafar var mjög gott og er það í ósamræmi við niðurstöður Hafrannsóknarstofnunar.

 

Ef tillögur Hafrannsóknarstofnunar ganga eftir þá er ljóst að sveitarfélög við Breiðafjörð verða fyrir miklum tekjumissi sem erfitt er að sjá hvernig þau eiga að komast í gegnum. 

 

Það sem vekur furðu í tillögum Hafrannsóknarstofnunar er á hverju þeir byggja sína ráðgjöf, eftir því sem best verður komið er lítið sem ekkert tekið tillit til netarallsins og afladagbóka fiskiskipa svo eitthvað sé nefnt og þeirri góðu fiskveiði sem var um allt land í vetur.  Þær spurningar vakna hvort togararallið geti eitt og sér verið meginuppistaðan í fiskveiðiráðgjöfinni.

 

Við Breiðafjörð er mönnum ljóst að fiskurinn hefur sporð og færir sig eftir því sem aðstæður í hafinu eru og eru þær misjafnar frá ári til árs.  Því hlýtur það að vekja spurningar hvort það geti talist eðlilegt að fara alltaf í sömu gömlu togslóðirnar, þrátt fyrir að á þessum langa tíma hefur margt breyst í lífríkinu eins og t.d. hitastig sjávar sem best sést á útbreiðslu skötusels í Breiðafirði á undanförnum árum.

 

Bæjarstjórn Snæfellsbæjar skorar á sjávarútvegsráðherra að hann skoða málin vandlega frá öllum hliðum áður en hann tekur ákvörðun um niðurskurð á þorskveiðum næsta árs. Jafnframt skorar bæjarstjórnin á sjávarútvegsráðherra að skipa nefnd sérfróðra manna til að fara yfir vinnuaðferðir Hafrannsóknarstofnunar.”

Sjónvarp Skessuhorns
Leit á vefnum
Fréttasafn
Næsta ár Fyrra ár
Mest lesið í vikunni
Aðsendar greinar
Hulda Hrönn Sigurðardóttir

Þjónusta við einstaklinga með ...

Ásmundur Einar Daðason

Ljósleiðari á hvert heimili

Bjarni Jónsson

Landsnet verði í samfélagseigu

Ólafur Óskarsson

Betri byggð, öruggari umferð

Lilja Rafney Magnúsdóttir

Spilavíti eru „Víti til varnað...

Frá mbl.is

Ekki tókst að sækja efni

Frá visir.is

Ekki tókst að sækja efni

Skessuhorn á Facebook Skessuhorn á LinkedIn Skessuhorn á Twitter Skessuhorn á Instagram Skessuhorn ehf. kt. 560103-3870 - Kirkjubraut 56, 300 Akranes - Sími 433 5500 - Ritstjórn skessuhorn@skessuhorn.is