17. júní. 2007 02:31
“Það er allt í rólegum hérna við Laxfossinn, veiðin gengur hægt. Við höfum ekki séð lax hérna núna,” sagði Hallfreður Vilhjálmsson oddviti þegar tíðindamaður hitti hann við Laxfoss í Laxá í Leirársveit í morgun, en áin opnaði á þjóðhátíðardaginn. Við Eyrarfossinn voru Gísli Pálsson og Ólafur Johnson að kasta flugunni til skiptis og sagði Ólafur að veiðin gengi rólega. “Veiðimenn sem reyndu hérna í morgun urðu varir við líf en við höfum ekki orðið varir ennþá. Þetta kemur þó allt,” sagði Ólafur vongóður og óð útí og kastaði flugunni. Það var ekki grimm taka og við bíðum átekta með fréttir af fyrstu löxunum í Laxá í Leir
Á myndinni eru þeir Gísli Pálsson og Ólafur Johnson við Eyrarfossinn í morgun þegar áin opnaði.